Ráðgjafi forsetans vill að hann staðfesti lögin 4. janúar 2010 20:29 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, hefur í gegnum tíðina verið einn helsti ráðgjafi Ólafs Ragnars. Mynd/Pjetur Sigurður G. Guðjónsson, einn helsti ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í gegnum tíðina, vill að hann staðfesti Icesave lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember. Sigurður segist ekki hafa rætt um málið við Ólaf. „Ég vona að hann taki þá ákvörðun sem er þessari þjóð fyrir bestu í alþjóðlegum samskiptum sem er sú að það sé ekki hans að ganga frá skuldum þjóðarinnar," sagði Sigurður í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Málið sé einfalt og því eigi forsetinn að staðfesta lögin. Sigurður sagði rangt að bera milliríkjasamninga undir þjóðina. Ólafur hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar. Hann mun greina frá þeirri ákvörðun sinni á blaðamannafundi á Bessastöðum sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Sýnt verður beint frá fundinum á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Tengdar fréttir Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31 Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13 Forsetinn hefur ákveðið sig Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. 4. janúar 2010 19:32 Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00 Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, einn helsti ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í gegnum tíðina, vill að hann staðfesti Icesave lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember. Sigurður segist ekki hafa rætt um málið við Ólaf. „Ég vona að hann taki þá ákvörðun sem er þessari þjóð fyrir bestu í alþjóðlegum samskiptum sem er sú að það sé ekki hans að ganga frá skuldum þjóðarinnar," sagði Sigurður í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Málið sé einfalt og því eigi forsetinn að staðfesta lögin. Sigurður sagði rangt að bera milliríkjasamninga undir þjóðina. Ólafur hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar. Hann mun greina frá þeirri ákvörðun sinni á blaðamannafundi á Bessastöðum sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Sýnt verður beint frá fundinum á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.
Tengdar fréttir Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31 Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13 Forsetinn hefur ákveðið sig Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. 4. janúar 2010 19:32 Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00 Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31
Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13
Forsetinn hefur ákveðið sig Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. 4. janúar 2010 19:32
Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00
Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19