Virðing Alþingis Pétur Bjarnason skrifar 3. júlí 2010 05:00 Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar