Gefur köttum að éta á meðan hún á mat 11. nóvember 2010 06:00 Elísabet Brynjólfsdóttir Hvað er svona brotlegt við það að gefa tveimur læðum dálítinn fisk og mjólkurdreitil, spyr Elísabet sem reglulega fóðrar útigangsketti sem sækja að garðhurðinni hennar.Fréttablaðið/Stefán „Ég læt þessa menn ekki kúga mig. Ég gef þeim að éta sem ég vil – bæði fólki og köttum,“ segir Elísabet Brynjólfsdóttir, 77 ára íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem viðurkennir ekki bann stofnunarinnar við því að íbúar fóðri villiketti. Elísabet segir tvær læður sækja að íbúð hennar á jarðhæð Hrafnistu. Hún gefi þeim að éta svo lengi sem hún eigi mat. „Þessir háu herrar verða að athuga að ég vil ekki mýs hérna. Ég hef fengið mús og konan við hliðina á mér flýði til mín undan músum. Er ekki betra að hafa kisurnar í hrauninu heldur en mýs eða rottur?“ spyr Elísabet ósátt við aðgerðir gegn útigangsköttunum. „Þeir enduðu jólin í fyrra á að ná í síðasta kettlinginn þegar þeir voru búnir að drepa móðurina og systkinin,“ segir Elísabet sem skorar á stjórnendur Hrafnistu að sýna í hvaða skjóli þeir telji sig geta bannað íbúum að fóðra dýrin. „Þeir sögðu að þetta væri stranglega bannað en ég bað þá að koma með þann lagabókstaf sem segir að ég megi ekki gefa þessum dýrum. Ég ætla hvorki að spyrja þá lægstu né hæstu á Hrafnistu hvað ég geri á meðan ég borga fyrir veru mína 130 til 140 þúsund á mánuði. Þeir verða þá bara að reka mig út.“ - gar Fréttir Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira
„Ég læt þessa menn ekki kúga mig. Ég gef þeim að éta sem ég vil – bæði fólki og köttum,“ segir Elísabet Brynjólfsdóttir, 77 ára íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem viðurkennir ekki bann stofnunarinnar við því að íbúar fóðri villiketti. Elísabet segir tvær læður sækja að íbúð hennar á jarðhæð Hrafnistu. Hún gefi þeim að éta svo lengi sem hún eigi mat. „Þessir háu herrar verða að athuga að ég vil ekki mýs hérna. Ég hef fengið mús og konan við hliðina á mér flýði til mín undan músum. Er ekki betra að hafa kisurnar í hrauninu heldur en mýs eða rottur?“ spyr Elísabet ósátt við aðgerðir gegn útigangsköttunum. „Þeir enduðu jólin í fyrra á að ná í síðasta kettlinginn þegar þeir voru búnir að drepa móðurina og systkinin,“ segir Elísabet sem skorar á stjórnendur Hrafnistu að sýna í hvaða skjóli þeir telji sig geta bannað íbúum að fóðra dýrin. „Þeir sögðu að þetta væri stranglega bannað en ég bað þá að koma með þann lagabókstaf sem segir að ég megi ekki gefa þessum dýrum. Ég ætla hvorki að spyrja þá lægstu né hæstu á Hrafnistu hvað ég geri á meðan ég borga fyrir veru mína 130 til 140 þúsund á mánuði. Þeir verða þá bara að reka mig út.“ - gar
Fréttir Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Sjá meira