Vettel: Mikilvægast að Webber var ómeiddur 28. júní 2010 10:17 Tveir Bretar og einn Þjðóðverji sem vann, rétt eins og í fótboltaleiknum á HM í gær. Lewis Hamilton, Sebastian Vetttel og Jenson Button. Sebastian Vettel var að vonum ánægður að hafa sigrað í Formúlu 1 mótinu í Valencia í gær, en sagði á blaðamannafundi eftir keppnina að mest um vert hefði verið að liðsfélagi hans Mark Webber slapp ómeiddur frá keppninni. Webber tókst á loft þegar hann keyrði Red Bull bíl sínum aftan á Heikki Kovalainen, fór á hvolf í loftinu en endaði svo á kviðnum á mikilli ferð inn í öryggisvegg. Webber slapp ómeiddur og sömuleiðis Kovalainen. "Það sem er mikilvægast í dag er að Mark lenti í óhappi og er í lagi. Þetta sýnir öryggi bílanna, en það eru enn hættur í íþróttinni", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. Vettel fylgdist með Þýsklandi vinna England í fótboltaleiknum í gær, eftir að hann kom í endarmark og var því tvöföld gleði í hans huga í gær. Það var þó ekki gleði hjá öllum innan Red Bull, sem er lið með bækistöð í Englandi og marga enska starfsmenn. "Ég var dálítið hissa að vinna mótið, en er ánægður að allt gekk vel. Ég hafði áhyggjur af því að eitthvað myndi breytast þegar öryggisbíllinn kom út, en svo fékk Lewis Hamilton akstursvíti, sem auðveldaði okkur lífið", sagði Vettel á f1.com. "Við erum samt ekki efstir í stigamótinu, en við erum á réttri leið. Við verðum að ljúka öllum mótum, jafnvel þó maður nái bara öðru, þriðja eða fjórða sæti. Það er lexía sem við erum búnir að læra",. sagði Vettel. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel var að vonum ánægður að hafa sigrað í Formúlu 1 mótinu í Valencia í gær, en sagði á blaðamannafundi eftir keppnina að mest um vert hefði verið að liðsfélagi hans Mark Webber slapp ómeiddur frá keppninni. Webber tókst á loft þegar hann keyrði Red Bull bíl sínum aftan á Heikki Kovalainen, fór á hvolf í loftinu en endaði svo á kviðnum á mikilli ferð inn í öryggisvegg. Webber slapp ómeiddur og sömuleiðis Kovalainen. "Það sem er mikilvægast í dag er að Mark lenti í óhappi og er í lagi. Þetta sýnir öryggi bílanna, en það eru enn hættur í íþróttinni", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. Vettel fylgdist með Þýsklandi vinna England í fótboltaleiknum í gær, eftir að hann kom í endarmark og var því tvöföld gleði í hans huga í gær. Það var þó ekki gleði hjá öllum innan Red Bull, sem er lið með bækistöð í Englandi og marga enska starfsmenn. "Ég var dálítið hissa að vinna mótið, en er ánægður að allt gekk vel. Ég hafði áhyggjur af því að eitthvað myndi breytast þegar öryggisbíllinn kom út, en svo fékk Lewis Hamilton akstursvíti, sem auðveldaði okkur lífið", sagði Vettel á f1.com. "Við erum samt ekki efstir í stigamótinu, en við erum á réttri leið. Við verðum að ljúka öllum mótum, jafnvel þó maður nái bara öðru, þriðja eða fjórða sæti. Það er lexía sem við erum búnir að læra",. sagði Vettel.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira