Mótmæli í hádeginu: Það stefnir allt í óefni 5. júlí 2010 10:39 Hörður Torfason þegar mótmælin stóðu sem hæst. „Það virðist allt stefna í óefni," segir Hörður Torfason, tónlistarmaður, en hann ætlar að sýna samstöðu og mótmæla í fyrir utan Seðlabankann í hádeginu í dag. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Seðlabankann vegna tilmæla bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera. Tilmælin hafa valdið mikilli úlfúð og er hart deilt hvort samningarnir eigi að bera samningsvextina eða ekki. Hörður var mjög áberandi í búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Meðal annars skipulagði hann mótmælaröð þar sem mótmælt var á hverjum laugardegi í marga mánuði. Hörður segir þau mótmæli hafa tekið mikinn toll af honum. Svo mikinn í raun að hann lá beinlínis veikur á eftir. „Ég var í þessu dag og nótt og bar öll merki streitu og þreytu í kjölfarið," segir Hörður en hann kemur ekki að skipulagningu mótmælanna í hádeginu heldur voru þau auglýst á Facebook auk þess sem smáskilaboð hafa gengið manna á milli. Hörður segist hafa samúð með þeim sem hafa veri blekktir að hans sögn. Spurður hvort ný ríkisstjórn hafi valdið vonbrigðum segir Hörður að það sé í raun kerfið í heild sinni sem er bilað. „Það þarf nýja stjórnarskrá," segir Hörður. Mótmælin hefjast klukkan tólf á hádegi og er fólk hvatt til þess að mæta með búsáhöld. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það virðist allt stefna í óefni," segir Hörður Torfason, tónlistarmaður, en hann ætlar að sýna samstöðu og mótmæla í fyrir utan Seðlabankann í hádeginu í dag. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Seðlabankann vegna tilmæla bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera. Tilmælin hafa valdið mikilli úlfúð og er hart deilt hvort samningarnir eigi að bera samningsvextina eða ekki. Hörður var mjög áberandi í búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Meðal annars skipulagði hann mótmælaröð þar sem mótmælt var á hverjum laugardegi í marga mánuði. Hörður segir þau mótmæli hafa tekið mikinn toll af honum. Svo mikinn í raun að hann lá beinlínis veikur á eftir. „Ég var í þessu dag og nótt og bar öll merki streitu og þreytu í kjölfarið," segir Hörður en hann kemur ekki að skipulagningu mótmælanna í hádeginu heldur voru þau auglýst á Facebook auk þess sem smáskilaboð hafa gengið manna á milli. Hörður segist hafa samúð með þeim sem hafa veri blekktir að hans sögn. Spurður hvort ný ríkisstjórn hafi valdið vonbrigðum segir Hörður að það sé í raun kerfið í heild sinni sem er bilað. „Það þarf nýja stjórnarskrá," segir Hörður. Mótmælin hefjast klukkan tólf á hádegi og er fólk hvatt til þess að mæta með búsáhöld.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira