Viðskipti innlent

Viðsnúningur í rekstri Skipta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brynjólfur Bjarnason er forstjóri Skipta. Mynd/ Stefán.
Brynjólfur Bjarnason er forstjóri Skipta. Mynd/ Stefán.
Tap Skipta á fyrri hluta árs nam 6 milljónum króna.Tap á sama tímabili í fyrra var 2.088 milljónir króna. Sala nam 19,6 milljörðum króna samanborið við 19,8 milljarða á sama tímabili árið áður sem er 0,6% samdráttur. Innri tekjuvöxtur var 1,3% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 3,7 milljörðum króna samanborið við 4,2 milljarða fyrir sama tímabil 2009. EBITDA hlutfall var 18,9%, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×