Formúla 1

Toppmennirnir í titilslagnum fljótastir

Mark Webber klæðist eldtefjandi öryggishettu sem er hluti af keppnisbúnaði hans.
Mark Webber klæðist eldtefjandi öryggishettu sem er hluti af keppnisbúnaði hans. Mynd: Getty Images

Forystumaðurinn í stigamótinu í Formúlu 1, Mark Webber hjá Red Bull var fljótastur allra á lokaæfingu keppnisliða á Spa brautinni í Belgíu í morgun. Hann varð á undan Lewis Hamilton hjá McLaren.

Það munaði aðeins 0.117 sekúndum á Webber og Hamilton, en Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji, Jenson Button fjórði á McLaren, en þessir ofantöldu kappar eru allir í titilslagnum.

Robert Kubica á Renault varð fimmti og Fernando Alonso sjötti, en hann var með besta tíma á æfingunum tveimur í gær á Ferrari. Alonso er fimmti maðurinn í titilslagnum.

Bein útsending er frá tímatökunni á Spa brautinni kl. 11.30 í dag á St0ð 2 Sport í opinni dagskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×