Lífið

Sonur Cristiano Ronaldo fluttur í skyndi á spítala

"Við önnumst strákinn á meðan pabbi hans er í burtu. Hann lítur út alveg eins og pabbi sinn," sagði Katia Ronaldo, systir kappans. MYND/Cover Media
"Við önnumst strákinn á meðan pabbi hans er í burtu. Hann lítur út alveg eins og pabbi sinn," sagði Katia Ronaldo, systir kappans. MYND/Cover Media

Sonur fótboltakappans Cristiano Ronaldo, Cristiano Ronaldo yngri, var fluttur í skyndi á spítala í Algarve í Portúgal í gær.

Það var fjölskylda Cristiano sem leitaði læknis eftir að drengurinn veiktist skyndilega. Pabbi hans var ekki með í för en mætti nokkrum klukkustundum síðar.

Þá yfirgáfu feðgarnir spítalann saman. Það var í fyrsta sinn sem þeir sáust saman eftir að Ronaldo tilkynnti á Facebook- og Twitter-síðum sínum að hann væri orðinn pabbi.

Drengurinn kom í heiminn 17. júní síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.