Innlent

Steingrímur líkti þensluskeiðinu við Tyrkjaránið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon líkti þensluskeiðinu við Tyrkjaránið. Mynd/ Vilhelm.
Steingrímur J. Sigfússon líkti þensluskeiðinu við Tyrkjaránið. Mynd/ Vilhelm.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra líkti stöðu mála á Íslandi í aðdraganda að bankahruninu við Tyrkjaránið 1627 í ræðu á Alþingi í dag. Rán skyldi það kallast þegar að gróðrahyggjan næði yfirhöndinni með óhóflegri skuldsetningu og þeim afleiðingum sem Íslendingar þurftu síðar að sætta sig við.

Það hefði komið fram í október að enginn hafi spurt sig þeirrar spurningar á hvaða vegferð við værum. Steingrímur benti jafnframt á að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kæmi fram að síðustu forvöð til þess að aðhafast ekkert hefðu verið árið 2006. Mestu afglöpin hefðu verið að aðhafast ekkert þegar færi gafst til.

Steingrímur sagði að Íslendingar myndu vinna sig úr þeirri stöðu sem þjóðin væri i, þótt það yrði erfitt. Hann sagði að þegar væru jákvæð teikn á lofti og benti meðal annars á 24% fjölgun farþega frá áramótum og að viðskiptajöfnuður væri jákvæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×