Schumacher spenntur að keppa á heimavelli 21. júlí 2010 08:57 Michael Schumacher á aðdáendur víða og ljóst að þýskir munu fylgja honum að máli um helgina margir hverjir. Mynd: Getty Images Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg. Aðrir þýskir ökumenn í mótinu eru Nico Hulkenberg, sem varð meistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Hann ekur með Williams. Timo Glock hjá Virgin, meistari líka í GP 2, en árið 2008. Sebastian Vettel er þýskur og hefur farið mikinn á árinu með Red Bull og loks er Adrian Sutil hjá Force India heimamaður um helgina. "Þýski kappaksturinn er sérstakur fyrir alla þýska ökumenn og fáir staðir sem hægt er að bera saman við Motordrom áhorfendasvæðið. Sem ökumaður finnur maður stemmninguna um borð í bílnum", sagði Schumacher sem fagnað hefur sjö meistaratitlum á ferlinum, en hefur ekki enn náð á verðlaunapall með Mercedes. Hann hefur afskrifað að keppa um meistaratitilinn í ár, en sett stefnuna á 2011. "Ég mæti í fyrsta skipti á heimavöll sem ökumaður Mercedes og hlakka til að upplifa það. Það verður örugglega tilfinningaríkt að aka fyrir framan áhorfendur og starfsmenn og vini Mercedes á svæðinu. Ég er því sérlega staðráðinn í að færa þeim góðar minningar um mótið. Við verðum með nýjungar í bílnum, sem vonandi verður framfaraskref og getum því hlakkað til spennandi móts", sagði Schumacher. Mótið á Hockenheim er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30 og tímatakan er einnig sýnd beint kl. 11.45 á laugardag í opinni dagskrá. Þá er sýnt frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á föstudag og lokæfingin er beint á laugardag kl. 08.55 og Endmarkið strax að lokinni keppni, en þessir þrír þættir eru í læstri dagskrá. Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg. Aðrir þýskir ökumenn í mótinu eru Nico Hulkenberg, sem varð meistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Hann ekur með Williams. Timo Glock hjá Virgin, meistari líka í GP 2, en árið 2008. Sebastian Vettel er þýskur og hefur farið mikinn á árinu með Red Bull og loks er Adrian Sutil hjá Force India heimamaður um helgina. "Þýski kappaksturinn er sérstakur fyrir alla þýska ökumenn og fáir staðir sem hægt er að bera saman við Motordrom áhorfendasvæðið. Sem ökumaður finnur maður stemmninguna um borð í bílnum", sagði Schumacher sem fagnað hefur sjö meistaratitlum á ferlinum, en hefur ekki enn náð á verðlaunapall með Mercedes. Hann hefur afskrifað að keppa um meistaratitilinn í ár, en sett stefnuna á 2011. "Ég mæti í fyrsta skipti á heimavöll sem ökumaður Mercedes og hlakka til að upplifa það. Það verður örugglega tilfinningaríkt að aka fyrir framan áhorfendur og starfsmenn og vini Mercedes á svæðinu. Ég er því sérlega staðráðinn í að færa þeim góðar minningar um mótið. Við verðum með nýjungar í bílnum, sem vonandi verður framfaraskref og getum því hlakkað til spennandi móts", sagði Schumacher. Mótið á Hockenheim er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30 og tímatakan er einnig sýnd beint kl. 11.45 á laugardag í opinni dagskrá. Þá er sýnt frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á föstudag og lokæfingin er beint á laugardag kl. 08.55 og Endmarkið strax að lokinni keppni, en þessir þrír þættir eru í læstri dagskrá.
Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira