Enski boltinn

Rafa Benitez: Ég held áfram vegna stuðningsmannanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, á leiknum í dag.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, á leiknum í dag. Mynd/AFP

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, þakkaði stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðning þeirra í 1-1 jafntefli liðsins á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á 90. mínútu leiksins og skelfileg vika fékk því slæman endi.

„Stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ef ég ákveð að verða hér áfram þá verður það vegna þeirra," sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool, og það var enginn uppgjafartónn í honum þrátt fyrir hræðilega viku.

„Ég mun halda áfram. Þú þarf stundum að ganga í gegnum harða tíma og nú er einmitt tíminn til að sýna sterkan karakter," sagði Benitez eftir leikinn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×