Enski boltinn

Ronnie Whelan fyrrum hetja Liverpool: Benitez verður að fara núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronnie Whelan (fyrir miðju) var lykilmaður í síðasta meistaraliði Liverpool 1990.
Ronnie Whelan (fyrir miðju) var lykilmaður í síðasta meistaraliði Liverpool 1990. Mynd/GettyImages
Ronnie Whelan, fyrrum hetja Liverpool, segir að núna sé tími fyrir Rafa Benitez, stjóra Liverpool, að yfirgefa Anfield. Liverpool tapaði 1-2 á heimavelli á móti B-deildarliði Reading í enska bikarnum í gærkvöldi og er jafnframt dottið úr Meistaradeildinni og enska deildarbikarnum. Staðan í deildinni er ekki björt því Liverpool er bara í 7. sæti fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

„Liverpool-liðið hefur ekki verið að spila vel og liðið er búnið að tapa 10 af síðustu 20 leikjum sínum. Hann hefði átt að vera farinn fyrir löngu og þeir verða að bregðast við núna," sagði Ronnie Whelan sem lék 493 leiki fyrir félagið á sínum tíma.

„Hver á að stýra liðinu út tímabilið? Ég veit ekki betur en að Kenny Dalglish sé að vinna fyrir félagið," sagði Whelan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×