Innlent

Gleymdi að greina frá hagsmunatengslum

Boði Logason skrifar
Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri-Grænna.
Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri-Grænna.
„Þetta var bara gleymska í mér, ég vona að þetta verði uppfært strax í fyrramálið," segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri-Grænna. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Ásmundur Einar stundi atvinnurekstur með þingstörfum og eigi fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú.

Hann segist hafa látið af störfum þegar hann tók sæti á þingi. Á vef Alþingis er ekkert að finna um hlut Ásmundar í fyrirtækinu en samkvæmt reglum um skráninguna þurfa þingmenn að greina frá þeim félögum sem þeir eru meðeigendur í.

Ásmundur segist hafa sent póst á Alþingi eftir frétt Stöðvar 2 í kvöld. „Ég sendi tölvupóst á þær áðan til að láta laga þetta. Það vantaði bara þessa einu setningu að ég ætti 25% hlut í fyrirtækinu Daðason og Biering ehf. en ég tók fram á vefnum að ég ræki lítið fyrirtæki tengdu innflutningi á búrekstrarvörum, það vantaði bara þessa litlu klausu í viðbót."


Tengdar fréttir

Atli Gísla var í fríi á Krít og Ásmundur Einar mætti illa

Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×