Innlent

Bachelorette á Íslandi - viss um að verða ástfangin

Ali með íslenska húfu á höfði á Austurvelli.
Ali með íslenska húfu á höfði á Austurvelli.

Myndbrot úr bandaríska raunveruleikaþættinum The Bachelorette sem tekinn var upp hér á Íslandi eru komin á heimasíðu ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Hin eftirsótta Ali sem keppendur ganga með grasið í skónum á eftir lýsir því yfir að á Íslandi muni hún verða ástfangin.

Þessi fimmti þáttur í sjónvarpsþáttaseríunni The Bachelorette var allur tekinn upp á Íslandi og má sjá eldgosið á Fimmvörðuhálsi í myndbrotunum sem nú eru birt á netinu.

Í dramatískum hápunkti þáttarins standa vonbiðlarnir tíu á Austurvelli með Alþingishúsið í baksýn og þurfa að fara með frumsamið ljóð fyrir piparmeyjuna fögru. Tekið er fram að þeir fái aukapunkta fyrir að nota íslensk orð í ljóðasmíðinni. Piparmeyjan hleypur inn á Austurvöll og einn drengjanna fer segir: "I´m here in the bare land to find true "ást" for me and you." Sem gæti útleggst sem: "Hér á þessari auðn leita ég að okkar sönnu ást."

Þátturinn fer í loftið annað kvöld og mun vafalítið verða kærkomin landkynning á tímum kreppu og eldgosa.

Myndbrotin úr þáttunum má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×