Viðskipti innlent

Neytendastofa sektar Vodafone og Tal

Fyrirtækið hyggst kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar.
Fyrirtækið hyggst kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar.

Neytendastofa sektaði fyrirtækin Tal og Vodafone á mánudag fyrir brot á samkeppnislögum, um tvær og hálfa milljón hvort. Síminn kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsinga sem birtar voru í útvarpi og á netinu.

Neytendastofa sektaði Tal fyrir rangar fullyrðingar í auglýsingum sínum og Vodafone fyrir margvísleg brot gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Kári Gunndórsson, sérfræðingur neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, segir að Vodafone hafi áður borist kæra frá Neytendastofu en þetta sé í fyrsta sinn sem Tal sé sektað. „Það er mikil samkeppni á þessum markaði og menn eru oft að fullyrða eitthvað sem getur ekki alltaf staðist,“ segir Kári. Vodafone sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að fyrirtækið sé ósammála þeirri túlkun að það hafi brotið gegn lögum og að umræddar auglýsingar byggðust á raunverulegum dæmum. Vodafone hyggst kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála.

Vodafone var sektað fyrir auglýsingu sem ber saman verð fyrir þjónustu Símans annars vegar og Vodafone hins vegar. Brýtur það gegn lögum að mati Neytendastofu. - sv


Tengdar fréttir

Ráðherrar hitta iðnaðarnefnd

Iðnaðarnefnd Alþingis ætlar að fá umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra á sinn fund á morgun til þess að ræða stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og áhrif þeirrar stækkunar á áform um Norðlingaölduveitu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×