Innlent

Hverfafundir borgarstjóra blásnir af

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina.

Undanfarin ár hafa opnir fundir verið haldnir með borgarbúum í helstu hverfum borgarinnar þar sem íbúar hafa getað komið skoðunum sínum á framfæri. Af því verður ekki í ár.

„Vinsamlegast eyðið dreifibréfi um hverfafundi með borgarstjóra sem ég sendi ykkur í gær. Það voru víst mistök að senda það út því áætlun hefur aðeins breyst. Hefðbundnir hverfafundir verða að þessu sinni ekki haldnir eins og áður var ráðgert," segir í tölvupósti sem framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða sendi nýverið á fjölmennan hóp fólks sem starfar og býr í umdæminu.

Þar kemur fram að þess í stað verði upplýsingaefni um starfsemi og þjónustu í hverfunum gert aðgengilegt með rafrænum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×