Innlent

Ráðherrar kannast ekki við hótanir

Ráðherrar vinstri grænna kannast ekki við að Samfylkingin hafi beitt hótunum eða þrýstingi þegar Alþingi greiddi atkvæði um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í fyrra.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, fullyrti á Alþingi í gær Samfylkingin hafi beitt hann og aðra þingmenn Vinstri grænna þrýstingi í atkvæðagreiðslunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi meðal annars fengið þau skilaðboð að hann kynni að missa ráðherraembættið. Jón greiddi hins vegar atkvæði gegn aðildarumsókn

Kannastu við það að samfylkingarmenn hafi verið að beita þrýstingi?

„Ég get ekki sagt að ég kannist við það. Þetta var dramatísk atkvæðagreiðsla og miklar tilfinningar í spilinu eins og fólk man eftir. Þannig að það voru vafalaust einhver tilfinningaþrungin samskipti sem áttu sér stað," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra.

„Ég veit ekki til hvers hann er að vísa. Hann verður sjálfur að útskýra það og á hvaða heimildum hann byggir það sem hann segir en ég kannast ekki við neinar hótanir og allavegana sætti ég engu slíku og kunnugt um að það hafi verið gert," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Í sama streng tekur Svandís Svavarsdóttir en Jón Bjarnason vildi hins vegar lítið tjá sig um málið. Hann segir andstaða sín við Evrópusambandið hafi alltaf legið fyrir.

„...og sú afstaða mín lá líka fyrir í fyrravor þegar ríkisstjórnin var mynduð og umfjöllunin um allt þetta mál. Þannig greiddi ég síðan atkvæði í samræmi við það," segir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×