Lífið

Lyppaðist niður í upptökum

Það leið yfir bresku söngkonuna Cheryl Cole í myndatöku um helgina og er hún nú að hvíla sig samkvæmt læknisráði.
Fréttablaðið/getty
Það leið yfir bresku söngkonuna Cheryl Cole í myndatöku um helgina og er hún nú að hvíla sig samkvæmt læknisráði. Fréttablaðið/getty
Söngkonan Cheryl Cole féll í yfirlið í myndatöku um helgina og hefur nú aflýst allri vinnu á næstunni, þar á meðal dómarasætinu við hliðina á Simon Cowell í bresku X Factor-þáttunum. Henni hefur nú verið ráðlagt að hvíla sig um óákveðinn tíma af læknum sem greindu hana með magavírus og langþreytu.

Vinir söngkonunnar segja hana vinna allt að 18 tíma á dag og að hún hafi bókstaflega drekkt sér í vinnu.

Mikið hefur gengið á í lífi söngkonunnar undanfarið en hún skildi við fótboltakappann Ashley Cole fyrir nokkru eftir meint framhjáhald hans. Þá gaf Cheryl Cole nýverið út sína fyrstu plötu ein síns liðs, en hún var liðsmaður í stúlknasveitinni Girls Aloud. Frægðarsól söngkonunnar hefur samt aldrei verið skærari en nú þar sem hún er bæði að slá í gegn í dómarasætinu og með sólóplötu sinni. Miklar sögusagnir hafa verið uppi um ástarsamband milli hennar og rapparans Will I Am úr Black Eyed Peas en sá orðrómur hefur ekki verið staðfestur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.