Dvelur í Jemen í sex mánuði 19. maí 2010 09:30 Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemen í næstu viku þar sem hann mun dvelja í hálft ár. Útvarpsmaðurinn Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemens í næstu viku þar sem hann mun starfa í hálft ár sem upplýsingafulltrúi fyrir Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í gegnum íslensku friðargæsluna. „Ég mun bæði safna upplýsingum og miðla þeim af ástandinu þarna," segir Sveinn. „Þarna er mikið flóttamannavandamál og þarna hafa verið átök undanfarin misseri. Hátt í 200 þúsund manns hafa verið á vergangi og mjög stór hluti þeirra er börn og unglingar. Þess vegna lætur Unicef til sín taka." Spurður segir Sveinn að ástandið í Jemen sé býsna slæmt. „Ég held að þetta sé fátækasta ríki Mið-Austurlanda. Landið er enn þá að jafna sig eftir áralöng átök. Núna eru þau á takmörkuðu svæði þar sem stjórnarherinn hefur verið að ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum," segir hann. „Það er síðan meira áhyggjuefni að það er Al Kaída-hópur í Jemen sem stjórnvöld eru að ráðast gegn og hafa notið aðstoðar Bandaríkjamanna. Það er klassískt að net eins og Al Kaída reyni að koma sér fyrir í löndum sem eru mjög löskuð." Þrátt fyrir ástandið segist Sveinn ekki hafa neitt að óttast. „Ég reikna með að það verði séð ágætlega um okkur. Landið er hættulegt en hins vegar er ófriðurinn staðbundinn," segir hann og býst við að dvelja í höfuðborginni Sana"a sem er bæði friðsöm og falleg. Sveinn hlakkar til að takast á við verkefnið en segist þó yfirgefa morgunútvarp Rásar 2 með trega þar sem hann hefur starfað frá áramótum. Reiknar hann með að snúa aftur í útvarpið að hálfu ári liðnu en þangað til mun Guðmundur Gunnarsson leysa hann af. - fb Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemens í næstu viku þar sem hann mun starfa í hálft ár sem upplýsingafulltrúi fyrir Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í gegnum íslensku friðargæsluna. „Ég mun bæði safna upplýsingum og miðla þeim af ástandinu þarna," segir Sveinn. „Þarna er mikið flóttamannavandamál og þarna hafa verið átök undanfarin misseri. Hátt í 200 þúsund manns hafa verið á vergangi og mjög stór hluti þeirra er börn og unglingar. Þess vegna lætur Unicef til sín taka." Spurður segir Sveinn að ástandið í Jemen sé býsna slæmt. „Ég held að þetta sé fátækasta ríki Mið-Austurlanda. Landið er enn þá að jafna sig eftir áralöng átök. Núna eru þau á takmörkuðu svæði þar sem stjórnarherinn hefur verið að ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum," segir hann. „Það er síðan meira áhyggjuefni að það er Al Kaída-hópur í Jemen sem stjórnvöld eru að ráðast gegn og hafa notið aðstoðar Bandaríkjamanna. Það er klassískt að net eins og Al Kaída reyni að koma sér fyrir í löndum sem eru mjög löskuð." Þrátt fyrir ástandið segist Sveinn ekki hafa neitt að óttast. „Ég reikna með að það verði séð ágætlega um okkur. Landið er hættulegt en hins vegar er ófriðurinn staðbundinn," segir hann og býst við að dvelja í höfuðborginni Sana"a sem er bæði friðsöm og falleg. Sveinn hlakkar til að takast á við verkefnið en segist þó yfirgefa morgunútvarp Rásar 2 með trega þar sem hann hefur starfað frá áramótum. Reiknar hann með að snúa aftur í útvarpið að hálfu ári liðnu en þangað til mun Guðmundur Gunnarsson leysa hann af. - fb
Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira