Viðskipti erlent

Disney-mynd sló aðsóknarmet

Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr.

Í umfjöllun um málið á vefsíðunni epn.dk segir að fyrra aðsóknarmet á einu kvöldi hafi verið sett af teiknimyndinni Up í fyrra. Aðsóknin á Toy Story 3 var tvöfalt meiri en á Up.

Stórblaðið LA Times segir að almenningur hafi tekið Toy Story 3 óvenjulega vel en allar fyrri persónurnar í þessari kvikmyndaröð eru til staðar í nýju myndinni. Sérfræðingar í kvikmyndaheiminum eru þegar farnir að tala um að Toy Story 3 muni hljóta Óskarsverðlaunin sem besta teiknimyndin á þessu ári.

Síðasta Toy Story myndin kom á markaðinn árið 1999 en bæði hún og Toy Story 2 voru tilnefndar til Óskarsverðlaun á sínum tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×