Vilja sjónarmið nítján ráðherra frá 2007 29. maí 2010 07:00 Atli Gíslason, formaður nefndarinnar. Allir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn frá 1. janúar fram að hruni hafa fengið bréf frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Þar er þeim gefinn kostur á því að útskýra sitt sjónarmið varðandi aðkomu þeirra að hruninu eða aðgerðaleysi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tímasetningin miðuð við fyrningarákvæði varðandi Landsdóm. Málum verður ekki vísað til hans vegna gjörða sem fram fóru fyrir 1. janúar 2007. Þingmannanefndin hefur lagt mikla áherslu á að ljúka þessum þætti rannsóknar sinnar sem fyrst. Óvíst er hvort nefndin mun skoða ráðslag fleiri ráðherra, þó, formsins vegna, ekki verði hægt að vísa þeim málum til Landsdóms. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa ráðherrarnir fyrrverandi frest til 8. júní til að svara erindinu. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, vildi ekki tjá sig um bréfasendingarnar. Hann sagði í vikunni að nefndin gerði allt sem í hennar valdi stæði til að skila vinnu sinni innan tímamarka. Henni er ætlað að skila tillögum sínum á yfirstandandi þingi, en samkvæmt nýrri starfsáætlun verða þinglok 15. september. Atli sagði þó mögulegt að þingmannanefndin þyrfti lengri tíma. Nefndin hefur lagt mikla áherslu á að vinna fyrir opnum tjöldum og fundargerðir hennar birtast á Netinu. Atli segir bréfin dæmi um gagnsæja stjórnsýslu nefndarinnar.kolbeinn@frettabladid.is Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Allir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn frá 1. janúar fram að hruni hafa fengið bréf frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Þar er þeim gefinn kostur á því að útskýra sitt sjónarmið varðandi aðkomu þeirra að hruninu eða aðgerðaleysi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tímasetningin miðuð við fyrningarákvæði varðandi Landsdóm. Málum verður ekki vísað til hans vegna gjörða sem fram fóru fyrir 1. janúar 2007. Þingmannanefndin hefur lagt mikla áherslu á að ljúka þessum þætti rannsóknar sinnar sem fyrst. Óvíst er hvort nefndin mun skoða ráðslag fleiri ráðherra, þó, formsins vegna, ekki verði hægt að vísa þeim málum til Landsdóms. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa ráðherrarnir fyrrverandi frest til 8. júní til að svara erindinu. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, vildi ekki tjá sig um bréfasendingarnar. Hann sagði í vikunni að nefndin gerði allt sem í hennar valdi stæði til að skila vinnu sinni innan tímamarka. Henni er ætlað að skila tillögum sínum á yfirstandandi þingi, en samkvæmt nýrri starfsáætlun verða þinglok 15. september. Atli sagði þó mögulegt að þingmannanefndin þyrfti lengri tíma. Nefndin hefur lagt mikla áherslu á að vinna fyrir opnum tjöldum og fundargerðir hennar birtast á Netinu. Atli segir bréfin dæmi um gagnsæja stjórnsýslu nefndarinnar.kolbeinn@frettabladid.is
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira