Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna 19. maí 2010 05:00 Lönd og lóðir Sumar lóðir og lönd borgarinnar stendur aldrei til að selja og þær á því ekki að færa til eignar miðað við ímyndað markaðsvirði, segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri sambands sveitarfélaga. Hann segir að ný reikningsskilaregla dragi úr trausti á reikningsskilanefnd sveitarfélaga.fréttablaðið/stefán Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. peturg@frettabladid.is Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. peturg@frettabladid.is
Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira