Biggi Maus og Tómas R. saman í Fuglabúri í kvöld 19. maí 2010 08:00 Biggi í Maus og Tómas R. rugla saman reitum sínum á Café Rósenberg í kvöld. Tveir afar ólíkir listamenn munu rugla saman reitum sínum á Café Rósenberg í kvöld, eða popparinn Biggi Maus og djassarinn Tómas R. Einarsson. Þeir hafa síðustu vikuna unnið að því að endurútsetja lög sín með þeim Ómari Guðjónssyni, gítarleikara, og Helga Svavari, trommuleikara. Hugmyndin er að skeyta saman ólíkum tónlistarheimum og reyna að finna sameiginlegan flöt. Niðurstaðan virðist ætla að verða nokkuð afslöppuð en tilraunakennd, fljótandi tónlistarupplifun þar sem þeir félagar vinna sig í gegnum höfundarverk hvors annars. Leikin verða lög eftir Maus, Krónu, sólóverki Bigga til helminga við lög Tómasar R. - og ávallt í nýjum búningum. Þess má til gamans geta að Tómas R. er fyrrum kennari Bigga sem lærði hjá honum tónfræði í FÍH sem táningur. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Fuglabúrið. Miðaverð er 1.000 krónur. Tónleikaröðin Fuglabúrið er skipulöggð í samstarfi FTT og Reykjavík Grapevine. Tvennir listamenn koma fram á hverjum tónleikum, helst úr sitt hvorri áttinni í aldri og stíl, og spila hvor sína tónleikana, en ljúka síðan kvöldinu með samspili hverskonar. Fyrstu tónleikarnir voru í maí 2009 með mæðgunum Bryndísi Jakobsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Svo var röðin komin að Megas og Ólöfu Arnalds en í þriðja Búrinu sem haldið var í lok sumars 2009 voru það Bubbi Morthens og Hafdís Huld sem léku listir sínar. Jólafuglabúrið var í desember þar sem Gunnar Þórðarson og Svavar Knútur héldu hátíðlega tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Andrea Gylfadóttir og Villi Naglbítur leiddu svo saman hesta sína í febrúar. Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Tveir afar ólíkir listamenn munu rugla saman reitum sínum á Café Rósenberg í kvöld, eða popparinn Biggi Maus og djassarinn Tómas R. Einarsson. Þeir hafa síðustu vikuna unnið að því að endurútsetja lög sín með þeim Ómari Guðjónssyni, gítarleikara, og Helga Svavari, trommuleikara. Hugmyndin er að skeyta saman ólíkum tónlistarheimum og reyna að finna sameiginlegan flöt. Niðurstaðan virðist ætla að verða nokkuð afslöppuð en tilraunakennd, fljótandi tónlistarupplifun þar sem þeir félagar vinna sig í gegnum höfundarverk hvors annars. Leikin verða lög eftir Maus, Krónu, sólóverki Bigga til helminga við lög Tómasar R. - og ávallt í nýjum búningum. Þess má til gamans geta að Tómas R. er fyrrum kennari Bigga sem lærði hjá honum tónfræði í FÍH sem táningur. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Fuglabúrið. Miðaverð er 1.000 krónur. Tónleikaröðin Fuglabúrið er skipulöggð í samstarfi FTT og Reykjavík Grapevine. Tvennir listamenn koma fram á hverjum tónleikum, helst úr sitt hvorri áttinni í aldri og stíl, og spila hvor sína tónleikana, en ljúka síðan kvöldinu með samspili hverskonar. Fyrstu tónleikarnir voru í maí 2009 með mæðgunum Bryndísi Jakobsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Svo var röðin komin að Megas og Ólöfu Arnalds en í þriðja Búrinu sem haldið var í lok sumars 2009 voru það Bubbi Morthens og Hafdís Huld sem léku listir sínar. Jólafuglabúrið var í desember þar sem Gunnar Þórðarson og Svavar Knútur héldu hátíðlega tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Andrea Gylfadóttir og Villi Naglbítur leiddu svo saman hesta sína í febrúar.
Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira