Enski boltinn

Bruce kærður af enska knattspyrnusambandinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Bruce, stjóri Sunderland.
Steve Bruce, stjóri Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Steve Bruce, stjóri Sunderland, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ósæmilega hegðun.

Bruce gagnrýndi Andre Marriner knattpsyrnudómara eftir 4-3 sigur Manchester City á Sunderland þann 19. desember síðastliðinn.

Hann var óánægður með þá ákvörðun að reka Michael Turner af velli seint í leiknum og dæma víti á Sunderland í leiknum.

Bruce þarf að svara kærunni fyrir 20. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×