Viðskipti innlent

Mikil auking á kortaveltu Íslendinga í útlöndum

Kreditkortavelta landans á erlendri grundu sýnir svo ekki verður um villst að Íslendingar eru byrjaðir að taka upp veskið á nýjan leik í útlöndum enda hefur kaupmáttur landans á erlendri grundu aukist undanfarið með styrkingu krónunnar.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að utanlandsferðum fer fjölgandi eftir að hafa dregist gríðarlega saman í kjölfar bankahrunsins.

Í júlí nam kreditkortavelta landans erlendis 3,6 milljörðum króna og jókst um 37% að raungildi frá sama mánuði fyrir ári síðan. Í júní var aukning 28% og því er um umtalsverðan viðsnúning að ræða á milli ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×