Lífið

Fergie hefur engan tíma fyrir barneignir

Ellý Ármanns skrifar
Fergie sem giftist leikaranum Josh Duhamel í janúar árið 2009 hefur ekki áhuga á að skemmta ólétt.
Fergie sem giftist leikaranum Josh Duhamel í janúar árið 2009 hefur ekki áhuga á að skemmta ólétt.

Þrálátur orðrómur um að söngkonan Fergie gangi með barn undir belti hefur verið hávær undanfarið.

Fergie segist vera allt of upptekin með hljómsveitinni Black Eyed Peas til að eignast og ala upp barn.

„Í dag gengur allt út á Black Eyed Peas hjá mér. Ég hef einfaldlega engan tima til að eignast barn," segir Fergie.

„Jafnvel þó ég vilji verða ólétt þá er ekki séns að ég gæti verið ófrísk á sviði. Ég myndi fá rosalegt samviskubit."

Fergie viðurkennir að hún og Josh hafa mikinn áhuga á að stofna fjölskyldu í framtíðinni.

„Þegar ég eignast börn þá set ég þau í fyrsta sæti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.