Lífið

Vala Grand: Hress eftir aðgerðina en borðar lítið

Ellý Ármanns skrifar
Það er yndislegt hvað það er alltaf stutt í húmorinn hjá Völu. Ljósmynd: Arnold studio.
Það er yndislegt hvað það er alltaf stutt í húmorinn hjá Völu. Ljósmynd: Arnold studio.

Við höfðum samband við Völu Grand símleiðis í gærkvöldi en hún er í þessum töluðu orðum stödd á Landspítalanum í Fossvogi þar sem hún jafnar sig eftir erfiða kynskiptiaðgerð sem hún gekkst undir síðasta sunnudag.

Hvernig hefur þú það eftir aðgerðina? „Mér líður mjög vel. Ég er mjög hamingjusöm og mér finnst ég vera fullkomin," svarar Vala og segir:

„Það er erfitt að ná sér eftir svona stóra aðgerð. Ég er að reyna að jafna mig."

„Ég er búin að borða lítið... but I'm struggling. Ég hlakka til að fara í thong (G-streng nærbuxur)," segir hún hlæjandi áður en við kveðjum hana.


Tengdar fréttir

Vala Grand: Á morgun verð ég endurfædd sem kona

Á morgun, sunnudag, fær Vala Grand kyn sitt loksins leiðrétt í átta klukkustunda aðgerð sem sænski læknirinn Gunnar Krantz framkvæmir á Landspítalanum í Fossvogi en hann er einn færasta sérfræðingur Norðurlanda á þessu sviði. Aðgerðin sem Vala gengst undir er mun erfiðari og viðameiri en aðrar aðgerðir sem falla undir lýtaaðgerðir. Vala, sem er stödd á Landspítalanum þar sem aðgerðin fer fram, skrifaði eftirfarandi til vina sinna á Facebook síðuna sína fyrir tæpri stundu: „OK svo á morgun verð ég endurfædd sem kona og verður leiðrétt kynið sem ég átti að fæðast i byrjun og mig langar til að óska vinkonu minni Sigríði Klingenberg til hamingu með afmælið. Sorry að eg komst ekki love og ég vill þakka ykkur öllum fyrir stuðning ykkar og skilning um það sem ég er að ganga i gegnum ef ég eitthvað gerist rangt í aðgerðinni þá vil ég bara segja við ykkur öll nice to known u all."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.