Guð láti gott á vita Svavar Gestsson skrifar 7. september 2010 06:00 Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun