Innlent

Jón ætlar að svíkjaloforðið um aðgerðaleysi

Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri.
Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri. Mynd/Anton
Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri, segist ætla að svíkja loforð sitt um að gera ekki neitt, þegar hann sest í borgastjórastólinn. Þetta kom fram í viðtali við Auðunn Blöndal á Stöð 2 í kvöld.

Jón Gnarr sagði að það væri ekki enn útséð með það hvort gerð yrði stytta af andliti hans, líkt og venjan er með borgarstjóra Reykjavíkur. Hann ætlaði að taka það mál til endurskoðunar.

Verðandi borgarstjóri viðurkenndi að honum þykir það verulega heillandi tilhugsun að vera með einkabílstjóra. Einkabílstjóri fylgir embættinu.

Aðspurður sagði Jón ætla að halda áfram að grínast eins lengi og hann mögulega gæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×