Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu 11. júní 2010 09:32 Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr.Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að vætusamt veður að undanförnu hafi haft þau áhrif að engisprettur hafi verpt mun fleiri eggjum en venjulega í helstu kornræktarhéruðum Ástralíu. Eggin muni klekjast út á tímabilinu ágúst til október í ríkjunum Victoríu, Nýja Suður Wales og Suður Ástralíu.Yfirvöld í þessum ríkjum ætla að verja tugum milljóna dollara hvert til að reyna að draga úr plágunni sem framundan er. Engisprettur hafa lengi verið versta skordýraplága landsins. Formaður bændasamtakanna í Victoríu segir að þar sem engispretturnar hafi þegar verpt eggjum sínum muni varnir þeirra gegn plágunni einkum beinast að því að hefta útbreiðslu hennar í september.Elstu heimildir um engisprettuplágur í Ástralíu ná aftur til ársins 1844. Þéttir sveipir af engisprettum, það er fleiri en 50 dýr á fermetrann geta étið sig í gegnum 20 tonn af korni á einum degi. Þá eru dæmi um að sveipirnir geta ferðast um hundruð kílómetra á einni nóttu. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr.Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að vætusamt veður að undanförnu hafi haft þau áhrif að engisprettur hafi verpt mun fleiri eggjum en venjulega í helstu kornræktarhéruðum Ástralíu. Eggin muni klekjast út á tímabilinu ágúst til október í ríkjunum Victoríu, Nýja Suður Wales og Suður Ástralíu.Yfirvöld í þessum ríkjum ætla að verja tugum milljóna dollara hvert til að reyna að draga úr plágunni sem framundan er. Engisprettur hafa lengi verið versta skordýraplága landsins. Formaður bændasamtakanna í Victoríu segir að þar sem engispretturnar hafi þegar verpt eggjum sínum muni varnir þeirra gegn plágunni einkum beinast að því að hefta útbreiðslu hennar í september.Elstu heimildir um engisprettuplágur í Ástralíu ná aftur til ársins 1844. Þéttir sveipir af engisprettum, það er fleiri en 50 dýr á fermetrann geta étið sig í gegnum 20 tonn af korni á einum degi. Þá eru dæmi um að sveipirnir geta ferðast um hundruð kílómetra á einni nóttu.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira