Fótbolti

Leverkusen vill Ballack heim

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ballack gengur um á hækjum þessa dagana.
Ballack gengur um á hækjum þessa dagana. AFP
Bayer Leverkusen hefur áhuga á því að fá Michael Ballack aftur til félagsins. Hann er laus undan samningi hjá Chelsea og getur því farið frítt þangað sem hann vill.

Ballack gerði garðinn frægan með Leverkusen á árunum 1999-2002 og var lykilmaður í liðinu sem komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 þar sem það tapaði fyrir Real Madrid.

Ballack er að hugsa sinn gang og vill enn fá sviminhá laun. "Hann þarf að taka á sig launalækkun ef hann á að koma til okkar," sagði Rudi Völler, raunsær yfirmaður íþróttamála hjá Leverkusen.

Schalke og Wolfsburg hafa einnig verið orðuð við Ballack.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×