Hagnaður Time Warner fyrirtækisins jókst um 10% á fyrsta fjórðungi ársins, segir á vef breska blaðsins Times.
Fyrirtækið átti í erfiðleikum á sama tímabili fyrir ári siðan vegna örrar þróunar á fjölmiðlamarkaði og tekjuskorts af auglýsingum. Times segir að auglýsingatekjur fyrirtækisins hafi núna aukist. Góður árangur í rekstri fyrirtækisins er rakin til bættrar afkomu HBO sjónvarpsstöðvarinnar og kvikmyndaframleiðslu fyrirtækisins.
Time Warner hagnaðist um 725 milljónir dala á ársfjórðungnum, sem samsvarar 94 milljörðum króna. Þetta er 9,8% aukning frá fyrra ári. Tekjur jukust um 5% og námu 6,32 milljörðum dala, eða 822 milljörðum króna, og hafa þær ekki aukist meira í tvö ár.
Viðskipti erlent