Innlent

Maður sem innbyrti stíflueyði enn þungt haldinn á gjörgæslu

Maðurinnn liggur á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi.
Maðurinnn liggur á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi.

Karlmaður um fertugt sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina er ennþá haldið sofandi og er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans að sögn vakthafandi læknis.

Maðurinn innbyrti stíflueyði í teiti í Eskihlíðinni aðfaranótt laugardags. Það er óljóst hvernig hann innbyrti efnið sem er baneitrað.

Tveir karlmenn voru handteknir í gær vegna málsins. Annar var húsráðandi í veislunni en hinn var gestur. Húsráðandinn var svo hnepptur í tveggja daga gæsluvarðahald sem rennur út á morgun. Hinum var sleppt.

Lögreglan hefur lýst eftir vitnum sem voru stödd í veislunni. Nokkur vitni hafa gefið sig fram við lögreglu.

Þegar haft var samband við yfirlögregluþjón hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun fengust þau svör að atburðarás væri enn óljós. Málin gætu þó farið að skýrast síðar í dag.


Tengdar fréttir

Enn haldið sofandi eftir að hafa drukkið stíflueyði

Karlmanni um fertugt, sem innbyrti stíflueyði um helgina, er enn haldið sofandi i öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er þungt haldinn, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni þar.

Tveir handteknir vegna eiturmáls- atburðarás óljós

Atburðarrásin er óljós varðandi fertugan mann sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×