Lífið

Tekur hjólhýsið fram yfir lúxuslífið

Pamela Anderson. MYND/Cover Media
Pamela Anderson. MYND/Cover Media

Pamela Anderson, 43 ára, er fullkomlega hamingjusöm að búa í hjólhýsinu sínu á Malibu strönd.

Fyrrum Baywatch stjarnan og synir hennar Brandon, 13 ára, og Dylan, 11 ára, fluttu í eins herbergja hjólhýsi á síðasta ári þegar Pamela lét taka húsið þeirra í gegn. Verutími þeirra í hjólhýsinu lengdist því við tóku alvarleg peningavandræði hjá Pamelu.

„Ég og strákarnir elskum hjólhýsagarðinn. Það er mjög sérstakt samfélag en við erum mjög hamingjusöm þar. Ég vil ekki skipta þessu heimili út fyrir neinn lúxus. Hér vil ég búa," sagði Pamela.

Pamela er ekki gjaldþrota en segir peningavandræði sín tilkomin vegna vangoldinna skulda þar sem eitt leiddi af öðru.

„Kjaftasagan um að ég sé gjaldþrota er bull og vitleysa. Fjöldi fólks hefur þurft að ganga í gegnum fjárhagserfiðleika undanfarin ár og ég er þar meðtalin."

Láttu spá fyrir þér á síðunni okkar á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.