Enski boltinn

Aston Villa vann Blackburn í deildarbikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Villa fagna marki sínu í kvöld.
Leikmenn Villa fagna marki sínu í kvöld.

Aston Villa er komið með annan fótinn í úrslit enska deildarbikarsins eftir 0-1 sigur á Blackburn í fyrri leik liðanna í undanúrslitum.

Það var James Milner sem skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu eftir laglega skyndisókn Villa. Slakur varnarleikur Blackburn hafði sitt að segja líka að Villa skoraði.

Síðari leikur liðanna fer fram næsta miðvikudag.

Manchesterliðin, United og og City, eigast við í hinni undanúrslitarimmunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×