Innlent

Verið að gera úrslitatilraun

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

„Það er verið að gera úrslitatilraun til að ná saman. Þeir [bankarnir og lífeyrissjóðirnir] eru að skoða hugmyndir frá okkur og ég vonast eftir svari ekki seinna en á morgun [í dag],“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna.

Hún kveðst telja mikilvægt fyrir alla aðila að sameiginleg niðurstaða fáist í stað þess að hver fari í sína áttina.

„Það er ekki síður til hagsbóta fyrir bankana og lífeyrissjóðina að við náum sanngjarnri niðurstöðu fyrir alla.“

Stjórnvöld fóru í gær yfir stöðuna með forystu stjórnarandstöðunnar.

Þrjár vikur eru síðan hópur sérfræðinga skilaði útreikningum um kostnað af ýmsum leiðum til lausnar á vandanum.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×