Viðskipti erlent

Noregsprinsessa næstum orðin gjaldþrota

Märtha Louise Noregsprinsessa rambar nú á barmi gjaldþrots.

Árið 2002 átti hún persónulega eignir upp á nær 500 milljónir króna en nú er ekki svo mikið sem einseyringur til á bankabók hennar samkvæmt frétt um málið í blaðinu Verdens Gang.

Märtha Louise er dóttir Haraldar konungs. Þegar afi hennar lést erfði hún sveitasetur fjölskyldunnar, Bloksberg, og árið 2003 keypti hún sér villu fyrir 150 milljónir kr. Bæði Bloksberg og villan eru veðsett upp í rjáfur.

Talið er að umdeildur englaskóli prinsessunnar hafi leikið fjárhag hennar grátt á síðustu árum. Þar lærir fólk að komast í kynni við engla.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×