Umhverfisvernd í stjórnarskrá Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 16. september 2010 06:00 Stjórnlagaþing mun koma saman í febrúar næstkomandi. Í lögum segir að það skuli sérstaklega fjalla um átta þætti, þar á meðal umhverfismál og eignarhald náttúruauðlinda. Umræða um eignarhald náttúruauðlinda verður vafalaust fyrirferðarmikil en hitt er ekki síður mikilvægt að þingið fjalli vandlega um sérstakt umhverfisverndarákvæði. Fjöldi fólks hefur hvatt til þess að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána. Stjórnmálamenn hafa mælst til þess, eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Reynsla hennar innan stjórnsýslunnar varð til þess að hún áréttaði opinberlega mikilvægi þess að í stjórnarskrá væri umhverfiskafli svo að náttúra og umhverfi nytu þar verndar eins og atvinnufrelsi og eignarréttur. Umhverfisverndarsamtök hafa tekið í sama streng. Aðalfundur Landverndar 2004 beindi því til stjórnvalda að við endurskoðun stjórnarskrár yrði sett inn ákvæði um umhverfisvernd og þáverandi stjórnarskrárnefnd var send tillaga að slíku ákvæði árið 2005. Í greinargerð með tillögunni sagði að gjarnan væri vísað til atvinnufrelsis- og eignarréttarákvæða stjórnarskrár við meðferð opinberra mála. Ákvæðin gætu ein og sér leitt til niðurstöðu sem spillti náttúru og umhverfi. Því væri rík þörf fyrir umhverfisverndarákvæði. Fræðimenn hafa fjallað um áhrif umhverfisverndarákvæðis í stjórnarskrám. Ber þar helst að nefna Aðalheiði Jóhannsdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Í grein í Úlfljóti árið 2005 segir hún að umhverfisverndarákvæði gæti tryggt meiri vandvirkni og vandaðri rökstuðning ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfið. Aðalheiður taldi ekki óhugsandi að almenningur, félög eða stofnanir gætu byggt kröfur um aukna umhverfisvernd á slíku ákvæði. Að minnsta kosti yrðu sjónarmið umhverfisverndar jafnrétthá sjónarmiðum atvinnufrelsis og verndar eignarréttinda. Ákvæði sem þetta myndi ekki binda enda á átök um umhverfisvernd en yrði engu að síður mikið framfaraskref. Það er því full þörf á að áhugafólk um umhverfisvernd taki höndum saman í aðdraganda þjóðfundar og stjórnlagaþings og stuðli að því að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána, t.d. með því að semja drög að slíku ákvæði og kynna fyrir fulltrúum á stjórnlagaþingi og þjóðfundi. Einnig er full ástæða til að hvetja umhverfisverndarsinna til að bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins og vinna þar tillögu um umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing mun koma saman í febrúar næstkomandi. Í lögum segir að það skuli sérstaklega fjalla um átta þætti, þar á meðal umhverfismál og eignarhald náttúruauðlinda. Umræða um eignarhald náttúruauðlinda verður vafalaust fyrirferðarmikil en hitt er ekki síður mikilvægt að þingið fjalli vandlega um sérstakt umhverfisverndarákvæði. Fjöldi fólks hefur hvatt til þess að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána. Stjórnmálamenn hafa mælst til þess, eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Reynsla hennar innan stjórnsýslunnar varð til þess að hún áréttaði opinberlega mikilvægi þess að í stjórnarskrá væri umhverfiskafli svo að náttúra og umhverfi nytu þar verndar eins og atvinnufrelsi og eignarréttur. Umhverfisverndarsamtök hafa tekið í sama streng. Aðalfundur Landverndar 2004 beindi því til stjórnvalda að við endurskoðun stjórnarskrár yrði sett inn ákvæði um umhverfisvernd og þáverandi stjórnarskrárnefnd var send tillaga að slíku ákvæði árið 2005. Í greinargerð með tillögunni sagði að gjarnan væri vísað til atvinnufrelsis- og eignarréttarákvæða stjórnarskrár við meðferð opinberra mála. Ákvæðin gætu ein og sér leitt til niðurstöðu sem spillti náttúru og umhverfi. Því væri rík þörf fyrir umhverfisverndarákvæði. Fræðimenn hafa fjallað um áhrif umhverfisverndarákvæðis í stjórnarskrám. Ber þar helst að nefna Aðalheiði Jóhannsdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Í grein í Úlfljóti árið 2005 segir hún að umhverfisverndarákvæði gæti tryggt meiri vandvirkni og vandaðri rökstuðning ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfið. Aðalheiður taldi ekki óhugsandi að almenningur, félög eða stofnanir gætu byggt kröfur um aukna umhverfisvernd á slíku ákvæði. Að minnsta kosti yrðu sjónarmið umhverfisverndar jafnrétthá sjónarmiðum atvinnufrelsis og verndar eignarréttinda. Ákvæði sem þetta myndi ekki binda enda á átök um umhverfisvernd en yrði engu að síður mikið framfaraskref. Það er því full þörf á að áhugafólk um umhverfisvernd taki höndum saman í aðdraganda þjóðfundar og stjórnlagaþings og stuðli að því að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána, t.d. með því að semja drög að slíku ákvæði og kynna fyrir fulltrúum á stjórnlagaþingi og þjóðfundi. Einnig er full ástæða til að hvetja umhverfisverndarsinna til að bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins og vinna þar tillögu um umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá brautargengi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar