Tónlist

Nokia on Ice í þriðja sinn

Rokkararnir í Cliff Clavin spila á Nokia on Ice á laugardaginn.
fréttablaðið/Valli
Rokkararnir í Cliff Clavin spila á Nokia on Ice á laugardaginn. fréttablaðið/Valli

Tónlistarhátíðin Nokia on Ice verður haldin í þriðja sinn um helgina á Sódóma Reykjavík. Frítt verður inn á föstudeginum þar sem þeir Mike Sheridan og DJ Mar­geir sjá um tónlistina. Á laugardeginum er miðaverð 1.000 krónur. Þá koma fram DJ Mike Sheridan, Samúel J. Samúelsson Big Band, Snorri Helga ásamt hljómsveit, Who Knew, Cliff Clavin, Miri, Of Monsters and Men, Biggabix og Hoffman.

„Þetta hefur gengið bara mjög vel," segir skipuleggjandinn, Valli Sport, um hátíðina. „Það hafa alltaf verið svolítið stór nöfn þarna. Flest hafa þau orðið mun stærri eftir að þau hafa verið þarna. Við höfum yfirleitt verið með góðan púls á þeim sem hafa verið að „meika" það. Hjaltalín „meikaði" það stuttu eftir að þau voru á Nokia on Ice og Dikta og Bloodgroup spiluðu þar þegar þær voru við það að springa út," segir Valli.

„Við höfum líka passað upp á að það sé góð kynning í kringum þessa hátíð og að aðstaða og „sánd" sé flott. Við höfum líka verið með góða náunga sem velja þá sem komast inn." - fb










Fleiri fréttir

Sjá meira


×