Húmoristinn og harðjaxlinn sameinast 6. maí 2010 04:15 Kvikmyndin Cop Out fjallar um lögreglumanninn og reynsluboltann Jimmy Monroe sem er miður sín eftir að verðmætu körfuboltaspili hans er stolið. Monroe deyr auðvitað ekki ráðalaus, hefur sterkan grun um hver þjófurinn er og fær félaga sinn, Paul Hodges, í lið með sér til að hafa uppi á spilinu enda á salan á því að borga fyrir brúðkaup dóttur Monroe. Eltingaleikurinn verður hins vegar kostulegur enda er þjófurinn fremur siðspilltur glæpamaður sem er með ólæknandi fíkn í sögulegar íþróttaminjavörur. Cop Out er eftir hinn mistæka kvikmyndagerðarmann Kevin Smith. Hann sló eftirminnilega í gegn með myndum á borð við Clerks og Mallrats. Hann átti hins vegar erfitt með að finna taktinn á ný eftir þær tvær en virðist smám saman vera að ná áttum, í það minnsta fékk síðasta myndin hans, Zack and Miri Make Porno, alveg ágætis dóma. Aðalleikararnir tveir í Cop Out eru á ólíkum stað á sínum ferli. Bruce Willis, sem leikur Monroe, er smám saman að átta sig á því að aldurinn er að taka völdin og að hann getur kannski ekki mikið lengur hlaupið um stræti stórborga eins og á árum áður. Engu síður er Willis ein vinsælasta kvikmyndastjarna heims og fáir leikarar hafa jafnmikinn húmor fyrir sjálfum sér og hann. Tracy Morgan, sem fer með hlutverk félagans Pauls Hodges, er smám saman að sjá ávexti erfiðisins en hann hefur verið frábær sem hinn ofurheimski Tracy Jordan í gamanþáttunum 30 Rock.- fgg Hér má sjá sýnishorn úr myndinni. Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Cop Out fjallar um lögreglumanninn og reynsluboltann Jimmy Monroe sem er miður sín eftir að verðmætu körfuboltaspili hans er stolið. Monroe deyr auðvitað ekki ráðalaus, hefur sterkan grun um hver þjófurinn er og fær félaga sinn, Paul Hodges, í lið með sér til að hafa uppi á spilinu enda á salan á því að borga fyrir brúðkaup dóttur Monroe. Eltingaleikurinn verður hins vegar kostulegur enda er þjófurinn fremur siðspilltur glæpamaður sem er með ólæknandi fíkn í sögulegar íþróttaminjavörur. Cop Out er eftir hinn mistæka kvikmyndagerðarmann Kevin Smith. Hann sló eftirminnilega í gegn með myndum á borð við Clerks og Mallrats. Hann átti hins vegar erfitt með að finna taktinn á ný eftir þær tvær en virðist smám saman vera að ná áttum, í það minnsta fékk síðasta myndin hans, Zack and Miri Make Porno, alveg ágætis dóma. Aðalleikararnir tveir í Cop Out eru á ólíkum stað á sínum ferli. Bruce Willis, sem leikur Monroe, er smám saman að átta sig á því að aldurinn er að taka völdin og að hann getur kannski ekki mikið lengur hlaupið um stræti stórborga eins og á árum áður. Engu síður er Willis ein vinsælasta kvikmyndastjarna heims og fáir leikarar hafa jafnmikinn húmor fyrir sjálfum sér og hann. Tracy Morgan, sem fer með hlutverk félagans Pauls Hodges, er smám saman að sjá ávexti erfiðisins en hann hefur verið frábær sem hinn ofurheimski Tracy Jordan í gamanþáttunum 30 Rock.- fgg Hér má sjá sýnishorn úr myndinni.
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein