Bíó og sjónvarp

Cate Blanchett ræður stjörnufarðarann Hebu Þórisdóttur

Freyr Gígja Gunnarsson skrifar
Heba Þórisdóttir og Cate Blanchett vinna saman á ný í kvikmyndinni Hannah sem nú er í tökum.
Heba Þórisdóttir og Cate Blanchett vinna saman á ný í kvikmyndinni Hannah sem nú er í tökum.

 

Förðunarmeistarinn Heba Þórisdóttir hefur verið ráðin til að sjá um förðun áströlsku leikkonunnar Cate Blanchett í nýjustu mynd Óskarsverðlaunahafans, Hannah.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær tvær vinna saman því Heba sá einnig um förðun Blanchett í kvikmyndinni The Good German. Kvikmyndin fjallar um unga stúlku sem alin er upp af föður sínum til að verða hin fullkomni leigumorðingi. Með önnur hlutverk í myndinni fara þau Eric Bana, Nicolette Sheridan og Saoirse Ronan sem fór á kostum í kvikmynd Peters Jackson, The Lovely Bones.

Heba hefur náð ótrúlegum árangri í Hollywood því hún sá einnig um förðun í Tarantino-myndinni The Inglourious Basterds og vann einnig með Blanchett við gerð kvikmyndarinnar The Curious Case of Benjamin Button sem Brad Pitt lék í. Heba hefur að undanförnu verið spjallþáttastjórnandanum Söruh Silverman innan handar.

Cate og Heba ættu að geta rætt um heimaslóðir förðunarmeistarans því leikkonan heimsótti landið í ágúst fyrir fjórum árum. Þá gisti hún á Hótel Búðum, keypti íslenska hönnun og lét fara vel um sig á veitingastaðnum Við Tjörnina.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.