Viðskipti erlent

Mafían fjárfesti í endurnýjanlegri orku

Ítalskur lögreglumaður rannsakar bílasprengju sem mafían er grunuð um að standa á bak við.
Ítalskur lögreglumaður rannsakar bílasprengju sem mafían er grunuð um að standa á bak við.

Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á eignir að andvirði 227 milljarða króna hjá ítölskum viðskiptajöfri sem grunaður er um tengsl við mafíuna. Þetta er hæsta upphæðin sem tekin hefur verið vegna máls tengdu mafíunni, að því er segir á vef BBC.

Viðskiptajöfurinn Vito Nicastri hafði fjárfest háar upphæðir í verkefnum tengdum endurnýjanlegri orku. Samkvæmt frétt BBC líta skipulögð glæpasamtök á þann iðnað sem heppilega leið til að þvætta peninga.- bj








Fleiri fréttir

Sjá meira


×