Innlent

Gæsluvarðhalds krafist yfir manni vegna eitrunarmálsins

Maðurinn verður hugsanlega hnepptur í gæsluvarðhald vegna eitrunarmáls.
Maðurinn verður hugsanlega hnepptur í gæsluvarðhald vegna eitrunarmáls.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds yfir húsráðandanum vegna gruns um að hafa átt þátt í því að maður innbyrti stíflueyði af gerðinni Grettir sterki.

Sá sem innbyrti efnið liggur þungt haldinn á gjörgæslu og er haldið sofandi í öndunarvél.

Þá hafa veislugestir haft samband við lögregluna vegna málsins en hún óskaði eftir vitnum að atvikinu fyrr í dag.

Aðstandandi sagði í samtali við Vísi í dag að maðurinn, sem er þriggja barna faðir um fertugt, hefði verið haldið niðri á meðan stíflueyðinum hefði verið neytt ofan í hann. Efnið er baneitrað.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags. Maðurinn komst af sjálfsdáðum heim til sín úr veislunni en þaðan var fluttur á spítala.

Tveir menn voru upphaflega handteknir vegna málsins.


Tengdar fréttir

Tveir handteknir vegna eiturmáls- atburðarás óljós

Atburðarrásin er óljós varðandi fertugan mann sem innbyrti stíflueyði í teiti um helgina að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×