EES-samningurinn var versti kostur Finna 23. október 2010 06:00 Aunesluoma Segir að Finnar hafi fundið sig svo vel í ESB að þeir líti helst á sig sem Evrópumenn nú til dags, en sjálfsmyndin hafi áður verið miðuð við að þeir væru norrænir menn. Mynd/Sikström-Sieps Juhana Aunesluoma, sem stýrir Evrópufræðastofnun Háskólans í Helsinki, reifaði afstöðu Finna til Evrópusambandsins í gegnum árin. Finnar hefðu, ólíkt Svíum, verið hrifnir af yfirþjóðlegum þætti ESB og fljótir til að finna sinn sess í Brussel. Þetta skýrðist að hluta til vegna þess öryggis sem stofnanir og reglur í alþjóðasamstarfi veittu smáríki eins og Finnlandi. „Versti kosturinn var að fara inn [í Evrópusamstarf] að hálfu leyti," segir Aunesluoma. Því hafi EES-samningurinn ekki dugað Finnum, þegar allt kom til alls. Þetta skýri einnig hvers vegna Finnar hafi kosið „öryggi evrunnar" og vilji fínstilla og jafnvel herða reglur innri markaðarins. „Finnar sömdu um EES og rétt þegar blekið var þornað á pappírunum komu embættismennirnir og sögðu: „Þetta er ekki góður samningur, því stofnanauppbygging hans gerir það ómögulegt að framfylgja honum. Aðgangur [að innri markaði ESB] án áhrifa er hættulegur." Þetta var skoðun finnsku embættismannanna en þeir gátu ekki sagt það opinberlega. Svissneskir embættismenn voru hins vegar heiðarlegir og sögðu við svissneskan almenning að þetta væri ekki sniðugur samningur. Svisslendingar felldu líka EES-samninginn," segir Aunesluoma. Hann telur að innganga Íslands myndi stuðla mjög að aukinni samvinnu Norðurlanda innan ESB. Bæði í Svíþjóð og Finnlandi hafi, fyrir inngöngu í ESB, verið uppi áhyggjur af örlögum norræna velferðarríkisins innan sambandsins. Þær hafi reynst ástæðulausar. „ESB hefur ekki tekið velferðarríkið okkar úr sambandi. Finnland er með fullan sjálfsákvörðunarrétt í þeim efnum," segir hann. Reynsla Finna af aðild sé talin jákvæð í landinu. Hún hafi fært þeim hluti sem þeir kunni að meta og leyft þeim að halda því sem þeim þyki enn vænna um, svo sem velferðarkerfið. „Finnar urðu Evrópumenn," segir Aunesluoma, nú líti Finnar frekar á sig sem Evrópumenn en norræna menn. Orsakir þessa vilja til Evrópuvæðingar finnur hann í sjálfsmynd þjóðarinnar sem norræns smáríkis, sem aðhyllist lúterstrú og frjáls markaðsviðskipti. Nálægð við Rússland hafi ekki skipt minnstu máli, þegar ákveðið hafi verið að ganga í ESB. „Nú eru landamæri okkar að Rússlandi orðin að landamærum Evrópusambandsins," segir hann. Þetta hafi aukið öryggi landsmanna. Aunesluoma tók undir með sænskum kollega sínum, von Sydow, um aðildarviðræður. Þær hefðu ekki verið sérlega huggulegar fyrir Finna, heldur þvert á móti afar harkalegar. Finnar og Svíar sáttir í ESB Reynsla Finna og Svía af fimmtán ára Evrópusambandsaðild er í heildina góð og umræða um að ganga út úr sambandinu hefur þagnað að mestu. Þetta kom fram í máli sérfræðinga um evrópsk málefni, sem heimsóttu Ísland á dögunum. Þar sagði einnig að smáríki þyrftu á slíku samstarfi að halda og að of mikið væri gert úr litlu vægi þeirra innan þess. Á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Finnlands, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Evrópufræðasetursins í Svíþjóð, sem haldin var fyrir rúmri viku í Þjóðminjasafninu, fóru fræðimenn frá þessum löndum yfir reynslu Finnlands og Svíþjóðar af fimmtán ára ESB-aðild landanna. Þar kom fram að bæði löndin sóttu um aðild að ESB í djúpri efnahagslægð og þurftu að glíma við hluti sem Íslendingar kannast við, svo sem áhyggjur af sjálfsforræði. Þar kom og fram að EES-samningurinn hefði á sínum tíma verið álitinn illframkvæmanlegur og jafnvel sísti kostur Finna í Evrópusamstarfi. Fyrsta lota ráðstefnunnar hét: Þjóðir Evrópusambandsins - Fullveldi, sjálfsmynd, stjórnmál og almenningsálit. Fréttablaðið greinir hér frá henni. Guðmundur og Þórunn Þingmaðurinn telur rangt að tala um að Ísland sé efnahagslega sjálfstætt ríki, í ljósi efnahagshrunsins og samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Guðmundur óskar þess að íslenskir stjórnmálamenn verði „pragmatískari“ og geri sér grein fyrir að innan fárra ára kunni Ísland að standa eftir án nokkurra valkosta annarra en að ganga inn. Mynd/Sikström-SIEPS Hætta á að Íslendingar samþykki slæman aðildarsamning Að loknum fyrirlestrum þeirra von Sydow og Aunesluoma tóku til máls þrír Íslendingar sem Alþjóðamálastofnun Háskólans hafði fengið til að bregðast við orðum erlendu fræðimannanna. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, sagði að flokkur sinn væri einna mest klofinn íslenskra flokka í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar. Sjálf væri hún mitt á milli, hvorki með eða á móti ESB. Hún útskýrði hvers vegna hún hefði kosið gegn aðildarumsókn Íslands á Alþingi. „Ég sagði nei því það er mikilvægt fyrir smáríki eins og Ísland að halda forræði yfir auðlindum sínum, sér í lagi sjávarútveginum," segir hún. Hins vegar telur hún ekki að draga eigi umsóknina til baka. Mikilvægt sé að ljúka ferlinu og niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninga hafi aukið traust hennar til þess að tekin verði rétt ákvörðun í slíkum málum. Eygló hefur hins vegar áhyggjur af klofningi innan ríkisstjórnarinnar. Áhugaleysi eða andstaða ákveðinna ráðherra við aðild geti gert það að verkum að endanlegur samningur verði slæmur. Í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu verði atkvæðavægi allra landsmanna jafnt og því hafi minnihluti kjósenda sterk tengsl við sjávarútveg og landbúnað. Af þessum sökum geti farið svo að slæmur samningur verði samþykktur. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, tók næst til máls. „Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvar þeir vilja vera eftir fimmtán, tuttugu ár," segir hún. „Það er fáránlegt að tala um sjálfstæða þjóð, þegar hún glímir við hrun bankakerfis síns og gjaldmiðils, djúpa efnahagskrísu og hefur átt í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tvö ár," segir Þórunn: „Sjálfstæði þarf að vera efnahagslegt, en ekki einungis lúta að sjálfsmynd okkar." Þórunn telur að Ísland þurfi á aukinni erlendri fjárfestingu að halda, meðal annars í sjávarútvegi. Hún hefur ef til vill haft ummæli Eyglóar í huga þegar hún tók fram að engar náttúruauðlindir Íslands væru sameiginlegar auðlindum ESB, nema flökkustofnar, fiskur sem færði sig milli lögsagna Íslands og Evrópusambandsins. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, mælti síðastur íslenskra ræðumanna. Hann lýsti í stuttu máli hvers vegna Íslendingar legðu svo mikla áherslu á mikilvægi fullveldisins - hvers vegna afstaða íslenskra stjórnmálamanna til Evrópusamvinnu væri svo ólík afstöðu kollega þeirra á meginlandinu. Guðmundur nefndi að öll stjórnmálaumræða hér á landi ætti sér stað innan þess sögulega ramma, eða ímyndunar, sem hefði orðið til í sjálfstæðisbaráttunni. Lykilatriðið fælist í þeirri ímyndun að sjálfstæði þjóðarinnar væri forsenda hagsældar - að á tímum sjálfstæðis ríkti ávallt eins konar gullöld á Íslandi, en annars niðurlægingartímabil. Ólíkt þjóðum á meginlandinu hefðu Íslendingar svo hagnast á seinni heimsstyrjöldinni og komið út úr henni án sektarkenndar. „Þá fékk landið auðlind sem var ekki síður dýrmæt en fiskurinn og það var landfræðileg lega," segir Guðmundur. Evrópusambandið var hins vegar stofnað til að bregðast við menningarlegu og efnahagslegu hruni í ófriðnum. Þriðja atriðið sem Guðmundur nefnir er efnahagshrunið. Fyrir október 2008 hafi Íslendingar í skoðanakönnunum virst verða æ hlynntari Evrópusamvinnu. Eftir hrunið hafi margir íslenskir stjórnmálamenn hins vegar ekki reynt að leiða þjóðina áfram úr ógöngum, heldur virst frekar eltast við reiði landsmanna. Guðmundur tók undir með Eygló að það væri einkennilegt að hafa ráðherra í ríkisstjórn sem berðust gegn aðildinni. Hann telur að stjórnmálamenn eigi að líta raunsætt á stöðu landsins í heimsmálum, því nú fyrst séu afleiðingar kreppunnar að koma í ljós. Það stefni í að þegar viðræðum við ESB ljúki innan fárra ára verði ástandið orðið svo slæmt að Íslendingar standi eftir án nokkurra valkosta, þeir verði að ganga inn. Á sama tíma sé upplýst umræða um ESB „vart fyrir hendi". Baldur Þórhallsson Ísland hefur í gegnum söguna notið verndar stærri nágranna, segir prófessorinn. En þegar Bandaríkjamenn voru farnir frá Miðnesheiði dugði EES-samningurinn ekki til. Landið stóð eitt og einangrað þegar efnahagshrunið reið yfir. Mynd/sikström-Sieps Smáríki geta ekki staðið ein Það er rangt sem fullyrt hefur verið að smáríki eins og Ísland geti staðið ein og fyrir utan fjölþjóðlegt samstarf svo sem Evrópusambandið. Þessi litlu ríki þurfa á efnahagslegum og pólitískum samherjum að halda þegar á reynir, svo sem í efnahagskreppum. Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann rifjaði í fyrirlestri sínum upp eldri kenningar smáríkjafræða, sem halda þessu fram, en hafa legið í láginni síðustu ár. Baldur segir að það sé misskilningur að Íslandi hafi farnast best í meintri einangrun sinni. „Ísland hefur alltaf notið verndar voldugri ríkja," segir hann. Allt frá landnámi hafi Norðmenn veitt efnahagslegt skjól, þá hafi Danir tekið við og loks Bandaríkjamenn. Baldur segir að þau tækifæri sem felist í aðild að EES hafi hins vegar í för með sér áhættu. EES-samningurinn veiti hvorki efnahagslegt né pólitískt skjól. Því hafi farið svo að landið hafi staðið uppi varnarlaust í samanburði við ESB-ríki sem lentu illa í síðustu kreppu: Lettland, Rúmeníu, Ungverjaland og Grikkland. „Þessi ríki fengu strax aðstoð frá Evrópusambandinu," segir Baldur: „Vandi Grikkja varð vandi ESB." Vandi Íslendinga var hins vegar vandi Íslendinga uns íslensk stjórnvöld gáfu eftir og gengu að skilyrðum Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni til að samningar næðust við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. „Þessir atburðir vekja þá spurningu hvort íslensk stjórnvöld hafi brugðist við til að tryggja efnahagslegt og pólitískt skjól landsins," segir Baldur. Svar hans er já. Svíar endurskilgreindu fullveldi sitt Göran von Sydow, sem starfar við sænska Evrópufræðasetrið og kennir í Háskólanum í Stokkhólmi, segir sláandi líkindi með umræðunni hér á landi og í Svíþjóð og Finnlandi, þegar löndin gengu í ESB fyrir fimmtán árum. Eitt af þremur helstu áhyggjuefnum Svía hafi til að mynda verið fullveldi þjóðarinnar, hvort það myndi skerðast við inngönguna. Svíar sóttu um aðild að ESB í kjölfar djúprar efnahagslægðar. Fram fór umræða innan sænsks samfélags um hvað „fullveldi" væri. Niðurstaðan var sú að raunverulegu fullveldi Svía væri ógnað af fjármálavandanum. Þjóðin þyrfti að gera upp við sig hvernig hún ætlaði að stjórna þeim hlutum sem hún vildi. Hugmyndin um eftirsóknarvert fullveldi Svíþjóðar breyttist því úr „fullu fullveldi" þjóðríkisins yfir í „raunverulegt fullveldi". Það að vera með lítið, sjálfstætt efnahagskerfi var ekki lengur álitið styrkleiki heldur veikleiki. „Kostirnir voru annað hvort að fylgja reglum annarra eða setjast að borðinu og taka þátt í að semja þær," segir hann. Þannig hafi umræðan verið. Von Sydow fór yfir hvernig afstaða Svía til umdeildrar ESB-aðildar hefði breyst á þessum fimmtán árum. Almenningur hafi síðustu ár statt og stöðugt orðið jákvæðari í garð ESB og spurningin um að ganga úr samstarfinu sé ekki lengur áberandi í umræðunni. Þeir flokkar sem áður voru hlynntastir inngöngu eru nú gagnrýnni á ESB, en flokkar sem voru andsnúnir inngöngu séu nú Evrópusinnaðri en áður. Ríkisstjórnin vill hafa Svíþjóð í innsta hring Evrópusameiningar. Afstaða til evrunnar hafi hins vegar verið neikvæðari meðal almennings, sérstaklega eftir að vandamál Grikklands komust í hámæli. Meirihluti almennings vill halda í sjálfstæða sænska krónu. Hann tók fram að aðildarviðræður Svíþjóðar og ESB hafi ekki beinlínis verið á jafnréttisgrundvelli. Slíkar viðræður snúist um að utanaðkomandi ríki lagi sig á einhvern hátt að reglum sambandsins. Von Sydow kveður jafnræðið mun meira eftir að inn er komið og segir of mikið gert úr litlu atkvæðavægi smáþjóða innan ESB. Fjölþjóðlegt samstarf ESB snúist um að ná samkomulagi. Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Juhana Aunesluoma, sem stýrir Evrópufræðastofnun Háskólans í Helsinki, reifaði afstöðu Finna til Evrópusambandsins í gegnum árin. Finnar hefðu, ólíkt Svíum, verið hrifnir af yfirþjóðlegum þætti ESB og fljótir til að finna sinn sess í Brussel. Þetta skýrðist að hluta til vegna þess öryggis sem stofnanir og reglur í alþjóðasamstarfi veittu smáríki eins og Finnlandi. „Versti kosturinn var að fara inn [í Evrópusamstarf] að hálfu leyti," segir Aunesluoma. Því hafi EES-samningurinn ekki dugað Finnum, þegar allt kom til alls. Þetta skýri einnig hvers vegna Finnar hafi kosið „öryggi evrunnar" og vilji fínstilla og jafnvel herða reglur innri markaðarins. „Finnar sömdu um EES og rétt þegar blekið var þornað á pappírunum komu embættismennirnir og sögðu: „Þetta er ekki góður samningur, því stofnanauppbygging hans gerir það ómögulegt að framfylgja honum. Aðgangur [að innri markaði ESB] án áhrifa er hættulegur." Þetta var skoðun finnsku embættismannanna en þeir gátu ekki sagt það opinberlega. Svissneskir embættismenn voru hins vegar heiðarlegir og sögðu við svissneskan almenning að þetta væri ekki sniðugur samningur. Svisslendingar felldu líka EES-samninginn," segir Aunesluoma. Hann telur að innganga Íslands myndi stuðla mjög að aukinni samvinnu Norðurlanda innan ESB. Bæði í Svíþjóð og Finnlandi hafi, fyrir inngöngu í ESB, verið uppi áhyggjur af örlögum norræna velferðarríkisins innan sambandsins. Þær hafi reynst ástæðulausar. „ESB hefur ekki tekið velferðarríkið okkar úr sambandi. Finnland er með fullan sjálfsákvörðunarrétt í þeim efnum," segir hann. Reynsla Finna af aðild sé talin jákvæð í landinu. Hún hafi fært þeim hluti sem þeir kunni að meta og leyft þeim að halda því sem þeim þyki enn vænna um, svo sem velferðarkerfið. „Finnar urðu Evrópumenn," segir Aunesluoma, nú líti Finnar frekar á sig sem Evrópumenn en norræna menn. Orsakir þessa vilja til Evrópuvæðingar finnur hann í sjálfsmynd þjóðarinnar sem norræns smáríkis, sem aðhyllist lúterstrú og frjáls markaðsviðskipti. Nálægð við Rússland hafi ekki skipt minnstu máli, þegar ákveðið hafi verið að ganga í ESB. „Nú eru landamæri okkar að Rússlandi orðin að landamærum Evrópusambandsins," segir hann. Þetta hafi aukið öryggi landsmanna. Aunesluoma tók undir með sænskum kollega sínum, von Sydow, um aðildarviðræður. Þær hefðu ekki verið sérlega huggulegar fyrir Finna, heldur þvert á móti afar harkalegar. Finnar og Svíar sáttir í ESB Reynsla Finna og Svía af fimmtán ára Evrópusambandsaðild er í heildina góð og umræða um að ganga út úr sambandinu hefur þagnað að mestu. Þetta kom fram í máli sérfræðinga um evrópsk málefni, sem heimsóttu Ísland á dögunum. Þar sagði einnig að smáríki þyrftu á slíku samstarfi að halda og að of mikið væri gert úr litlu vægi þeirra innan þess. Á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Finnlands, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Evrópufræðasetursins í Svíþjóð, sem haldin var fyrir rúmri viku í Þjóðminjasafninu, fóru fræðimenn frá þessum löndum yfir reynslu Finnlands og Svíþjóðar af fimmtán ára ESB-aðild landanna. Þar kom fram að bæði löndin sóttu um aðild að ESB í djúpri efnahagslægð og þurftu að glíma við hluti sem Íslendingar kannast við, svo sem áhyggjur af sjálfsforræði. Þar kom og fram að EES-samningurinn hefði á sínum tíma verið álitinn illframkvæmanlegur og jafnvel sísti kostur Finna í Evrópusamstarfi. Fyrsta lota ráðstefnunnar hét: Þjóðir Evrópusambandsins - Fullveldi, sjálfsmynd, stjórnmál og almenningsálit. Fréttablaðið greinir hér frá henni. Guðmundur og Þórunn Þingmaðurinn telur rangt að tala um að Ísland sé efnahagslega sjálfstætt ríki, í ljósi efnahagshrunsins og samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Guðmundur óskar þess að íslenskir stjórnmálamenn verði „pragmatískari“ og geri sér grein fyrir að innan fárra ára kunni Ísland að standa eftir án nokkurra valkosta annarra en að ganga inn. Mynd/Sikström-SIEPS Hætta á að Íslendingar samþykki slæman aðildarsamning Að loknum fyrirlestrum þeirra von Sydow og Aunesluoma tóku til máls þrír Íslendingar sem Alþjóðamálastofnun Háskólans hafði fengið til að bregðast við orðum erlendu fræðimannanna. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, sagði að flokkur sinn væri einna mest klofinn íslenskra flokka í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar. Sjálf væri hún mitt á milli, hvorki með eða á móti ESB. Hún útskýrði hvers vegna hún hefði kosið gegn aðildarumsókn Íslands á Alþingi. „Ég sagði nei því það er mikilvægt fyrir smáríki eins og Ísland að halda forræði yfir auðlindum sínum, sér í lagi sjávarútveginum," segir hún. Hins vegar telur hún ekki að draga eigi umsóknina til baka. Mikilvægt sé að ljúka ferlinu og niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninga hafi aukið traust hennar til þess að tekin verði rétt ákvörðun í slíkum málum. Eygló hefur hins vegar áhyggjur af klofningi innan ríkisstjórnarinnar. Áhugaleysi eða andstaða ákveðinna ráðherra við aðild geti gert það að verkum að endanlegur samningur verði slæmur. Í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu verði atkvæðavægi allra landsmanna jafnt og því hafi minnihluti kjósenda sterk tengsl við sjávarútveg og landbúnað. Af þessum sökum geti farið svo að slæmur samningur verði samþykktur. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, tók næst til máls. „Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvar þeir vilja vera eftir fimmtán, tuttugu ár," segir hún. „Það er fáránlegt að tala um sjálfstæða þjóð, þegar hún glímir við hrun bankakerfis síns og gjaldmiðils, djúpa efnahagskrísu og hefur átt í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tvö ár," segir Þórunn: „Sjálfstæði þarf að vera efnahagslegt, en ekki einungis lúta að sjálfsmynd okkar." Þórunn telur að Ísland þurfi á aukinni erlendri fjárfestingu að halda, meðal annars í sjávarútvegi. Hún hefur ef til vill haft ummæli Eyglóar í huga þegar hún tók fram að engar náttúruauðlindir Íslands væru sameiginlegar auðlindum ESB, nema flökkustofnar, fiskur sem færði sig milli lögsagna Íslands og Evrópusambandsins. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, mælti síðastur íslenskra ræðumanna. Hann lýsti í stuttu máli hvers vegna Íslendingar legðu svo mikla áherslu á mikilvægi fullveldisins - hvers vegna afstaða íslenskra stjórnmálamanna til Evrópusamvinnu væri svo ólík afstöðu kollega þeirra á meginlandinu. Guðmundur nefndi að öll stjórnmálaumræða hér á landi ætti sér stað innan þess sögulega ramma, eða ímyndunar, sem hefði orðið til í sjálfstæðisbaráttunni. Lykilatriðið fælist í þeirri ímyndun að sjálfstæði þjóðarinnar væri forsenda hagsældar - að á tímum sjálfstæðis ríkti ávallt eins konar gullöld á Íslandi, en annars niðurlægingartímabil. Ólíkt þjóðum á meginlandinu hefðu Íslendingar svo hagnast á seinni heimsstyrjöldinni og komið út úr henni án sektarkenndar. „Þá fékk landið auðlind sem var ekki síður dýrmæt en fiskurinn og það var landfræðileg lega," segir Guðmundur. Evrópusambandið var hins vegar stofnað til að bregðast við menningarlegu og efnahagslegu hruni í ófriðnum. Þriðja atriðið sem Guðmundur nefnir er efnahagshrunið. Fyrir október 2008 hafi Íslendingar í skoðanakönnunum virst verða æ hlynntari Evrópusamvinnu. Eftir hrunið hafi margir íslenskir stjórnmálamenn hins vegar ekki reynt að leiða þjóðina áfram úr ógöngum, heldur virst frekar eltast við reiði landsmanna. Guðmundur tók undir með Eygló að það væri einkennilegt að hafa ráðherra í ríkisstjórn sem berðust gegn aðildinni. Hann telur að stjórnmálamenn eigi að líta raunsætt á stöðu landsins í heimsmálum, því nú fyrst séu afleiðingar kreppunnar að koma í ljós. Það stefni í að þegar viðræðum við ESB ljúki innan fárra ára verði ástandið orðið svo slæmt að Íslendingar standi eftir án nokkurra valkosta, þeir verði að ganga inn. Á sama tíma sé upplýst umræða um ESB „vart fyrir hendi". Baldur Þórhallsson Ísland hefur í gegnum söguna notið verndar stærri nágranna, segir prófessorinn. En þegar Bandaríkjamenn voru farnir frá Miðnesheiði dugði EES-samningurinn ekki til. Landið stóð eitt og einangrað þegar efnahagshrunið reið yfir. Mynd/sikström-Sieps Smáríki geta ekki staðið ein Það er rangt sem fullyrt hefur verið að smáríki eins og Ísland geti staðið ein og fyrir utan fjölþjóðlegt samstarf svo sem Evrópusambandið. Þessi litlu ríki þurfa á efnahagslegum og pólitískum samherjum að halda þegar á reynir, svo sem í efnahagskreppum. Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann rifjaði í fyrirlestri sínum upp eldri kenningar smáríkjafræða, sem halda þessu fram, en hafa legið í láginni síðustu ár. Baldur segir að það sé misskilningur að Íslandi hafi farnast best í meintri einangrun sinni. „Ísland hefur alltaf notið verndar voldugri ríkja," segir hann. Allt frá landnámi hafi Norðmenn veitt efnahagslegt skjól, þá hafi Danir tekið við og loks Bandaríkjamenn. Baldur segir að þau tækifæri sem felist í aðild að EES hafi hins vegar í för með sér áhættu. EES-samningurinn veiti hvorki efnahagslegt né pólitískt skjól. Því hafi farið svo að landið hafi staðið uppi varnarlaust í samanburði við ESB-ríki sem lentu illa í síðustu kreppu: Lettland, Rúmeníu, Ungverjaland og Grikkland. „Þessi ríki fengu strax aðstoð frá Evrópusambandinu," segir Baldur: „Vandi Grikkja varð vandi ESB." Vandi Íslendinga var hins vegar vandi Íslendinga uns íslensk stjórnvöld gáfu eftir og gengu að skilyrðum Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni til að samningar næðust við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. „Þessir atburðir vekja þá spurningu hvort íslensk stjórnvöld hafi brugðist við til að tryggja efnahagslegt og pólitískt skjól landsins," segir Baldur. Svar hans er já. Svíar endurskilgreindu fullveldi sitt Göran von Sydow, sem starfar við sænska Evrópufræðasetrið og kennir í Háskólanum í Stokkhólmi, segir sláandi líkindi með umræðunni hér á landi og í Svíþjóð og Finnlandi, þegar löndin gengu í ESB fyrir fimmtán árum. Eitt af þremur helstu áhyggjuefnum Svía hafi til að mynda verið fullveldi þjóðarinnar, hvort það myndi skerðast við inngönguna. Svíar sóttu um aðild að ESB í kjölfar djúprar efnahagslægðar. Fram fór umræða innan sænsks samfélags um hvað „fullveldi" væri. Niðurstaðan var sú að raunverulegu fullveldi Svía væri ógnað af fjármálavandanum. Þjóðin þyrfti að gera upp við sig hvernig hún ætlaði að stjórna þeim hlutum sem hún vildi. Hugmyndin um eftirsóknarvert fullveldi Svíþjóðar breyttist því úr „fullu fullveldi" þjóðríkisins yfir í „raunverulegt fullveldi". Það að vera með lítið, sjálfstætt efnahagskerfi var ekki lengur álitið styrkleiki heldur veikleiki. „Kostirnir voru annað hvort að fylgja reglum annarra eða setjast að borðinu og taka þátt í að semja þær," segir hann. Þannig hafi umræðan verið. Von Sydow fór yfir hvernig afstaða Svía til umdeildrar ESB-aðildar hefði breyst á þessum fimmtán árum. Almenningur hafi síðustu ár statt og stöðugt orðið jákvæðari í garð ESB og spurningin um að ganga úr samstarfinu sé ekki lengur áberandi í umræðunni. Þeir flokkar sem áður voru hlynntastir inngöngu eru nú gagnrýnni á ESB, en flokkar sem voru andsnúnir inngöngu séu nú Evrópusinnaðri en áður. Ríkisstjórnin vill hafa Svíþjóð í innsta hring Evrópusameiningar. Afstaða til evrunnar hafi hins vegar verið neikvæðari meðal almennings, sérstaklega eftir að vandamál Grikklands komust í hámæli. Meirihluti almennings vill halda í sjálfstæða sænska krónu. Hann tók fram að aðildarviðræður Svíþjóðar og ESB hafi ekki beinlínis verið á jafnréttisgrundvelli. Slíkar viðræður snúist um að utanaðkomandi ríki lagi sig á einhvern hátt að reglum sambandsins. Von Sydow kveður jafnræðið mun meira eftir að inn er komið og segir of mikið gert úr litlu atkvæðavægi smáþjóða innan ESB. Fjölþjóðlegt samstarf ESB snúist um að ná samkomulagi.
Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira