Vel heppnað transkvöld: Tólf mættu Erla Hlynsdóttir skrifar 19. október 2010 15:08 Ugla Stefanía er mjög ánægð með hversu margir mættu á fræðslukvöldið Tólf manns mættu á trans-ungmennakvöld sem haldið var um helgina. Viðburðurinn var ætlaður ungu transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni, og var haldinn í regnbogasal Samtakanna 78. Ugla Stefanía Jónsdóttir segir að henni hafi komið skemmtilega á óvart hversu margir mættu. „Þetta var alveg frábært," segir hún. Ugla fæddist sjálf í líkama karls en hefur hafið ferli til leiðréttingar á kyni hennar. „Við bjuggumst alls ekki við svona mörgum. Sumir sem mættu voru meira að segja ekki komnir út," segir Ugla og á þar við að þeir hafi ekki opinberað að þeir teldu sig fædda í líkama af röngu kyni.Miklu fleiri en í fyrra Ugla kom að skipulagningu ungmennakvöldsins en markmiðið með kvöldinu var að fræða og veita stuðning. Henni finnst því mjög ánægjulegt að þarna hafi mætt fólk sem ekki hefur þorað að stíga fram áður. „Þarna var fólk sem vissi ekki hvernig aðgerðin gengur fyrir sig og vantaði upplýsingar," segir hún. Á síðasta ári var einnig haldið fræðslukvöld fyrir ungt transfólk en þá mættu aðeins örfáar hræður. Ugla telur ástæðu þess að fleiri mættu nú vera þá að umræðan um málefni transfólks sé orðin opnari.Fær bráðum kvenhormón Ugla er aðeins nítján ára og byrjar á næstu vikum hormónameðferð þar sem henni eru gefin kvenhormón. Nokkur tími kemur til með að líða þar til hún fer í aðgerðir til að kynleiðréttingar. „Undirbúningurinn fyrir hormónameðferðina er að lifa eftir kynhlutverkinu sem maður ætlar að láta leiðrétta sig í. Það felst í því að ég fór að ganga undir kvenkyns nafni og segja fólki frá því hvert framhaldið yrði ," segir Ugla. Auk þess þarf fólk að gangast undir sálfræðipróf áður en það byrjae í hormónameðferð og hefur Ugla lokið því. Algjör trúnaður ríkir um hverjir mættu á fundinn og voru myndatökur með öllu bannaðar. Fundurinn var opinn ungu transfólki upp að þrítugu, og öllum þeim sem telja sig á einhvern hátt telja sig vera transgender, en það orð hefur hér á landi verið notað sem regnhlífarhugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni.Ókunnugt fólk stolt af þeim Ugla Stefanía var í opinskáu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir nokkru þar sem hún sagði sögu sína, ásamt Hans Miniar Jónssyni, 27 ára karlmanni sem fæddist í líkama konu. Ugla segir að þau hafi fengið afar góð viðbrögð við viðtalin „Ókunnugt fólk hefur komið upp að okkur úti í búð eftir þetta og sagst vera stolt af okkur," segir hún. Á næstunni er fyrirhugað að halda málþing um álefni transfólks á Íslandi, en orðið transgender hefur verið notað hér á landi sem eins konar regnhlífahugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni. Ungmennakvöldið var skipulagt í samstarfið við félögin Trans-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin 78, Ungliðahreyfingu samtakanna 78 og Samtökin 78 á Norðurlandi. Tengdar fréttir Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. 13. október 2010 09:46 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Tólf manns mættu á trans-ungmennakvöld sem haldið var um helgina. Viðburðurinn var ætlaður ungu transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni, og var haldinn í regnbogasal Samtakanna 78. Ugla Stefanía Jónsdóttir segir að henni hafi komið skemmtilega á óvart hversu margir mættu. „Þetta var alveg frábært," segir hún. Ugla fæddist sjálf í líkama karls en hefur hafið ferli til leiðréttingar á kyni hennar. „Við bjuggumst alls ekki við svona mörgum. Sumir sem mættu voru meira að segja ekki komnir út," segir Ugla og á þar við að þeir hafi ekki opinberað að þeir teldu sig fædda í líkama af röngu kyni.Miklu fleiri en í fyrra Ugla kom að skipulagningu ungmennakvöldsins en markmiðið með kvöldinu var að fræða og veita stuðning. Henni finnst því mjög ánægjulegt að þarna hafi mætt fólk sem ekki hefur þorað að stíga fram áður. „Þarna var fólk sem vissi ekki hvernig aðgerðin gengur fyrir sig og vantaði upplýsingar," segir hún. Á síðasta ári var einnig haldið fræðslukvöld fyrir ungt transfólk en þá mættu aðeins örfáar hræður. Ugla telur ástæðu þess að fleiri mættu nú vera þá að umræðan um málefni transfólks sé orðin opnari.Fær bráðum kvenhormón Ugla er aðeins nítján ára og byrjar á næstu vikum hormónameðferð þar sem henni eru gefin kvenhormón. Nokkur tími kemur til með að líða þar til hún fer í aðgerðir til að kynleiðréttingar. „Undirbúningurinn fyrir hormónameðferðina er að lifa eftir kynhlutverkinu sem maður ætlar að láta leiðrétta sig í. Það felst í því að ég fór að ganga undir kvenkyns nafni og segja fólki frá því hvert framhaldið yrði ," segir Ugla. Auk þess þarf fólk að gangast undir sálfræðipróf áður en það byrjae í hormónameðferð og hefur Ugla lokið því. Algjör trúnaður ríkir um hverjir mættu á fundinn og voru myndatökur með öllu bannaðar. Fundurinn var opinn ungu transfólki upp að þrítugu, og öllum þeim sem telja sig á einhvern hátt telja sig vera transgender, en það orð hefur hér á landi verið notað sem regnhlífarhugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni.Ókunnugt fólk stolt af þeim Ugla Stefanía var í opinskáu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir nokkru þar sem hún sagði sögu sína, ásamt Hans Miniar Jónssyni, 27 ára karlmanni sem fæddist í líkama konu. Ugla segir að þau hafi fengið afar góð viðbrögð við viðtalin „Ókunnugt fólk hefur komið upp að okkur úti í búð eftir þetta og sagst vera stolt af okkur," segir hún. Á næstunni er fyrirhugað að halda málþing um álefni transfólks á Íslandi, en orðið transgender hefur verið notað hér á landi sem eins konar regnhlífahugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni. Ungmennakvöldið var skipulagt í samstarfið við félögin Trans-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin 78, Ungliðahreyfingu samtakanna 78 og Samtökin 78 á Norðurlandi.
Tengdar fréttir Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. 13. október 2010 09:46 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. 13. október 2010 09:46