Gerir draumasamning við stórfyrirtækið Universal 19. október 2010 09:00 Allt annar leikur Baltasar Kormákur þarf nú að fást við jakkafataklædda karla þegar tökur hefjast á Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam. Hann flytur út á sunnudag og verður búsettur í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Fréttablaðið/Anton „Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar eru í höfn við stórfyrirtækið Universal um að framleiða og dreifa Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam, í samvinnu við Working Title. Það er því nánast gulltryggt að myndinni verði dreift í tvö til þrjú þúsund kvikmyndahús þar vestra. Framleiðslukostnaður er áætlaður í kringum fjörutíu til fimmtíu milljónir dala, sem jafngildir rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fara Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni. Universal er eitt af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood og samningur þessi er sá stærsti sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur náð. Baltasar forsýndi á sunnudag Inhale í Háskólabíói, kvikmynd sem lengi hefur verið beðið eftir. Ólíkt mörgum öðrum myndum eftir leikstjórann hefur frumsýning myndarinnar farið óvenju hljótt en hún fer í almennar sýningar seinna í vikunni. „Ég ákvað bara að leyfa myndinni að tala fyrir sig sjálfa, ef fólk „fílar" hana þá kynnir hún sig sjálf, ef ekki þá hverfur hún bara smátt og smátt." Miðað við viðbrögð áhorfenda í stóra sal Háskólabíós voru flestir hrifnir. „Ég var afskaplega ánægður, myndin er búin að vera lengi á leiðinni og það var kannski búið að tala niður væntingarnar fyrir henni. Ég var sjálfur mjög stressaður því maður veit aldrei hvernig fólk tekur verkunum manns, maður ætti að vera kominn með þykkari skráp eftir allan þennan tíma." Baltasar kveðst hins vegar feginn að hafa gert Inhale, sem er í minni kantinum á amerískan mælikvarða, áður en hann tekur stökkið út í stóru hákarlalaugana. „Þarna fékk maður tækifæri til að fást við verkalýðsfélögin og öll þessi hliðarverkefni sem fylgja kvikmyndagerð þarna úti. Það hefði ekki verið sniðugt að gera strax stóra stúdíómynd blautur á bakvið eyrun." Nú þarf leikstjórinn til að mynda að fara á fund hjá tuttugu jakkafataklæddum körlum á stórri skrifstofu í höfuðstöðvum Universal og útskýra fyrir þeim hvernig hann ætli að gera myndina. Leikstjórinn virðist hafa veðjað á réttan hest hvað Wahlberg varðar, því stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafn skært, og fólk bíður spennt eftir endurkomu Kate Beckinsale. „Þetta virðist ætla að smella ansi vel og það eru fleiri nöfn að detta inn núna." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar eru í höfn við stórfyrirtækið Universal um að framleiða og dreifa Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam, í samvinnu við Working Title. Það er því nánast gulltryggt að myndinni verði dreift í tvö til þrjú þúsund kvikmyndahús þar vestra. Framleiðslukostnaður er áætlaður í kringum fjörutíu til fimmtíu milljónir dala, sem jafngildir rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fara Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni. Universal er eitt af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood og samningur þessi er sá stærsti sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur náð. Baltasar forsýndi á sunnudag Inhale í Háskólabíói, kvikmynd sem lengi hefur verið beðið eftir. Ólíkt mörgum öðrum myndum eftir leikstjórann hefur frumsýning myndarinnar farið óvenju hljótt en hún fer í almennar sýningar seinna í vikunni. „Ég ákvað bara að leyfa myndinni að tala fyrir sig sjálfa, ef fólk „fílar" hana þá kynnir hún sig sjálf, ef ekki þá hverfur hún bara smátt og smátt." Miðað við viðbrögð áhorfenda í stóra sal Háskólabíós voru flestir hrifnir. „Ég var afskaplega ánægður, myndin er búin að vera lengi á leiðinni og það var kannski búið að tala niður væntingarnar fyrir henni. Ég var sjálfur mjög stressaður því maður veit aldrei hvernig fólk tekur verkunum manns, maður ætti að vera kominn með þykkari skráp eftir allan þennan tíma." Baltasar kveðst hins vegar feginn að hafa gert Inhale, sem er í minni kantinum á amerískan mælikvarða, áður en hann tekur stökkið út í stóru hákarlalaugana. „Þarna fékk maður tækifæri til að fást við verkalýðsfélögin og öll þessi hliðarverkefni sem fylgja kvikmyndagerð þarna úti. Það hefði ekki verið sniðugt að gera strax stóra stúdíómynd blautur á bakvið eyrun." Nú þarf leikstjórinn til að mynda að fara á fund hjá tuttugu jakkafataklæddum körlum á stórri skrifstofu í höfuðstöðvum Universal og útskýra fyrir þeim hvernig hann ætli að gera myndina. Leikstjórinn virðist hafa veðjað á réttan hest hvað Wahlberg varðar, því stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafn skært, og fólk bíður spennt eftir endurkomu Kate Beckinsale. „Þetta virðist ætla að smella ansi vel og það eru fleiri nöfn að detta inn núna." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira