Gerir draumasamning við stórfyrirtækið Universal 19. október 2010 09:00 Allt annar leikur Baltasar Kormákur þarf nú að fást við jakkafataklædda karla þegar tökur hefjast á Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam. Hann flytur út á sunnudag og verður búsettur í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Fréttablaðið/Anton „Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar eru í höfn við stórfyrirtækið Universal um að framleiða og dreifa Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam, í samvinnu við Working Title. Það er því nánast gulltryggt að myndinni verði dreift í tvö til þrjú þúsund kvikmyndahús þar vestra. Framleiðslukostnaður er áætlaður í kringum fjörutíu til fimmtíu milljónir dala, sem jafngildir rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fara Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni. Universal er eitt af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood og samningur þessi er sá stærsti sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur náð. Baltasar forsýndi á sunnudag Inhale í Háskólabíói, kvikmynd sem lengi hefur verið beðið eftir. Ólíkt mörgum öðrum myndum eftir leikstjórann hefur frumsýning myndarinnar farið óvenju hljótt en hún fer í almennar sýningar seinna í vikunni. „Ég ákvað bara að leyfa myndinni að tala fyrir sig sjálfa, ef fólk „fílar" hana þá kynnir hún sig sjálf, ef ekki þá hverfur hún bara smátt og smátt." Miðað við viðbrögð áhorfenda í stóra sal Háskólabíós voru flestir hrifnir. „Ég var afskaplega ánægður, myndin er búin að vera lengi á leiðinni og það var kannski búið að tala niður væntingarnar fyrir henni. Ég var sjálfur mjög stressaður því maður veit aldrei hvernig fólk tekur verkunum manns, maður ætti að vera kominn með þykkari skráp eftir allan þennan tíma." Baltasar kveðst hins vegar feginn að hafa gert Inhale, sem er í minni kantinum á amerískan mælikvarða, áður en hann tekur stökkið út í stóru hákarlalaugana. „Þarna fékk maður tækifæri til að fást við verkalýðsfélögin og öll þessi hliðarverkefni sem fylgja kvikmyndagerð þarna úti. Það hefði ekki verið sniðugt að gera strax stóra stúdíómynd blautur á bakvið eyrun." Nú þarf leikstjórinn til að mynda að fara á fund hjá tuttugu jakkafataklæddum körlum á stórri skrifstofu í höfuðstöðvum Universal og útskýra fyrir þeim hvernig hann ætli að gera myndina. Leikstjórinn virðist hafa veðjað á réttan hest hvað Wahlberg varðar, því stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafn skært, og fólk bíður spennt eftir endurkomu Kate Beckinsale. „Þetta virðist ætla að smella ansi vel og það eru fleiri nöfn að detta inn núna." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar eru í höfn við stórfyrirtækið Universal um að framleiða og dreifa Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam, í samvinnu við Working Title. Það er því nánast gulltryggt að myndinni verði dreift í tvö til þrjú þúsund kvikmyndahús þar vestra. Framleiðslukostnaður er áætlaður í kringum fjörutíu til fimmtíu milljónir dala, sem jafngildir rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fara Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni. Universal er eitt af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood og samningur þessi er sá stærsti sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur náð. Baltasar forsýndi á sunnudag Inhale í Háskólabíói, kvikmynd sem lengi hefur verið beðið eftir. Ólíkt mörgum öðrum myndum eftir leikstjórann hefur frumsýning myndarinnar farið óvenju hljótt en hún fer í almennar sýningar seinna í vikunni. „Ég ákvað bara að leyfa myndinni að tala fyrir sig sjálfa, ef fólk „fílar" hana þá kynnir hún sig sjálf, ef ekki þá hverfur hún bara smátt og smátt." Miðað við viðbrögð áhorfenda í stóra sal Háskólabíós voru flestir hrifnir. „Ég var afskaplega ánægður, myndin er búin að vera lengi á leiðinni og það var kannski búið að tala niður væntingarnar fyrir henni. Ég var sjálfur mjög stressaður því maður veit aldrei hvernig fólk tekur verkunum manns, maður ætti að vera kominn með þykkari skráp eftir allan þennan tíma." Baltasar kveðst hins vegar feginn að hafa gert Inhale, sem er í minni kantinum á amerískan mælikvarða, áður en hann tekur stökkið út í stóru hákarlalaugana. „Þarna fékk maður tækifæri til að fást við verkalýðsfélögin og öll þessi hliðarverkefni sem fylgja kvikmyndagerð þarna úti. Það hefði ekki verið sniðugt að gera strax stóra stúdíómynd blautur á bakvið eyrun." Nú þarf leikstjórinn til að mynda að fara á fund hjá tuttugu jakkafataklæddum körlum á stórri skrifstofu í höfuðstöðvum Universal og útskýra fyrir þeim hvernig hann ætli að gera myndina. Leikstjórinn virðist hafa veðjað á réttan hest hvað Wahlberg varðar, því stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafn skært, og fólk bíður spennt eftir endurkomu Kate Beckinsale. „Þetta virðist ætla að smella ansi vel og það eru fleiri nöfn að detta inn núna." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira