Telur tillögu meirihlutans bitna á þjónustu við börnin 19. október 2010 03:30 björk vilhelmsdóttir Séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar, segir tillögur meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytingar á samstarfi skóla og kirkjunnar koma sér á óvart. Hann segist ekki hafa heyrt af óánægju meðal skólastjórnenda varðandi samstarfið. Nái breytingartillögurnar fram að ganga munu embættismenn trúfélaga ekki lengur starfa á nokkurn hátt í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfi kirkju og skóla verður hætt, sem og heimsóknir barna í kirkjur og fermingarfræðsla á skólatíma. Þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skal kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga frekar en fulltrúa trúfélaga. Varðandi þá tillögu að fagfólk eins og sálfræðingar eigi að annast áfallahjálp í skólum frekar en prestar segir Halldór að fáir vinni eins mikið með sorg og áföll. „Við erum fagfólkið,“ segir hann. „Þegar um mjög alvarleg áföll eins og dauðsföll er að ræða eru það mál sem við erum fagaðilar í. Ef það má ekki kalla okkur til að gæta að velferð barnanna er ekki verið að tryggja þeim börnum hina bestu þjónustu.“ Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir tillögurnar á gráu svæði og mikilvægt sé að halda áfram með þá vinnu sem nú þegar hafi verið unnin. Foreldrum sé vissulega frjálst að útvega börnunum sínum hverja þá áfallahjálp sem henti, en fulltrúar trúarhópa muni ekki sinna þessum störfum af hálfu skólans á skólatíma. „Skólinn hefur sitt hlutverk og kirkjan sitt. Hvor stofnun fyrir sig á að virða hlutverk hinnar, en til þess verður að móta skýrar reglur.“ Margrét segir mikilvægt að taka fram hvaða atriði felist ekki í hugmyndum mannréttindaráðs. Hún nefnir þar breytingar á námsefni eins og kristinfræði, jólaföndri, sálmasöng og öðru slíku. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir mestu máli skipta að málið sé unnið í sátt borgar og kirkju. Ekki sé ráðlegt að taka burt samstarf sem verið hafi til staðar í áratugi án þess að hafa um það samráð beggja aðila. „Það er grundvallaratriði að virða trúfrelsi fólks, en einnig rétt fólks til trúar,“ segir Björk. sunna@frettabladid.is séra halldór reynisson Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar, segir tillögur meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytingar á samstarfi skóla og kirkjunnar koma sér á óvart. Hann segist ekki hafa heyrt af óánægju meðal skólastjórnenda varðandi samstarfið. Nái breytingartillögurnar fram að ganga munu embættismenn trúfélaga ekki lengur starfa á nokkurn hátt í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfi kirkju og skóla verður hætt, sem og heimsóknir barna í kirkjur og fermingarfræðsla á skólatíma. Þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skal kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga frekar en fulltrúa trúfélaga. Varðandi þá tillögu að fagfólk eins og sálfræðingar eigi að annast áfallahjálp í skólum frekar en prestar segir Halldór að fáir vinni eins mikið með sorg og áföll. „Við erum fagfólkið,“ segir hann. „Þegar um mjög alvarleg áföll eins og dauðsföll er að ræða eru það mál sem við erum fagaðilar í. Ef það má ekki kalla okkur til að gæta að velferð barnanna er ekki verið að tryggja þeim börnum hina bestu þjónustu.“ Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir tillögurnar á gráu svæði og mikilvægt sé að halda áfram með þá vinnu sem nú þegar hafi verið unnin. Foreldrum sé vissulega frjálst að útvega börnunum sínum hverja þá áfallahjálp sem henti, en fulltrúar trúarhópa muni ekki sinna þessum störfum af hálfu skólans á skólatíma. „Skólinn hefur sitt hlutverk og kirkjan sitt. Hvor stofnun fyrir sig á að virða hlutverk hinnar, en til þess verður að móta skýrar reglur.“ Margrét segir mikilvægt að taka fram hvaða atriði felist ekki í hugmyndum mannréttindaráðs. Hún nefnir þar breytingar á námsefni eins og kristinfræði, jólaföndri, sálmasöng og öðru slíku. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir mestu máli skipta að málið sé unnið í sátt borgar og kirkju. Ekki sé ráðlegt að taka burt samstarf sem verið hafi til staðar í áratugi án þess að hafa um það samráð beggja aðila. „Það er grundvallaratriði að virða trúfrelsi fólks, en einnig rétt fólks til trúar,“ segir Björk. sunna@frettabladid.is séra halldór reynisson
Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira