Lífið

Móri sakar Erp um að endurskrifa söguna

Erpur sagði útvarpsþættinum Harmageddon að hann hafi uppgvötað Móra, en Móri sakar Erp um að endurskrifa söguna.
Erpur sagði útvarpsþættinum Harmageddon að hann hafi uppgvötað Móra, en Móri sakar Erp um að endurskrifa söguna.
„Ég er búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju,“ segir rapparinn Móri.

Erpur lýsti yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á dögunum að hann hefði uppvötað Móra á sínum tíma. Sagðist hann hafa fundið Móra í ræsinu fyrir utan Nonnabita og vísar í að þeir hafi hist fyrst á skemmtistaðnum Thomsen, sem stóð við Hafnarstræti.

Móri telur Erp fara með fleypur og hringdi inn í þáttinn þegar hann frétti af ummælunum frá mági sínum. „Ég ákvað að skella mér í símann og Erpur var eins og kúkur. Ég sagði honum að hann væri að endurskrifa söguna og stakk upp á að við hittumst undir fjögur augu og ræddum þetta,“ segir Móri. „Hann ætlaði að hringja í mig eftir þáttinn en er ekki ennþá búinn að því.“

Erpur segir að Móri hafi verið algjörlega óþekktur þegar hann rappaði í laginu XII vandamál á fyrstu Rottweiler-plötunni. „Það sem hann er að væla yfir er það - sem allir vita; staðreynd - að það hafði enginn heyrt í Móra rappa þegar hann rappar á fyrstu Rottweiler-plötunni sem kom út árið 2001,“ segir Erpur. „Hann getur vælt endalaust og vaðið í kannabisskýi misskilnings, en ári seinna kom platan hans út.“

Móri hefur verið opinber stuðningsmaður þess að kannabisefni verði lögleidd á Íslandi og Erpur er ómyrkur í máli um hann: „Móri er gangandi sönnun þess að kannabisefni er ekki skaðlaus.“ - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.