Lífið

Kóngavegur keppir í Sviss

Kóngavegur tekur þátt í kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss í ágúst.
Kóngavegur tekur þátt í kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss í ágúst.
Kvikmyndin Kóngavegur eftir Valdísi Óskarsdóttur hefur verið valin til að taka þátt í kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss í ágúst. Locarno-hátíðin er ein af stærstu evrópsku kvikmyndahátíðunum sem eru haldnar ár hvert. Hún er nú haldin í 63. skipti.

„Þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Valdís og telur að um góða kynningu sé að ræða. „Ég held að það sé sama á hvaða kvikmyndahátíð þú ferð, maður fær alltaf góða kynningu. En dreifingaraðilarnir að myndinni eru ánægðir með að hún sé að fara þarna.“ Þar á hún við þýska fyrirtækið Beta Cinema sem keypti nýverið dreifingarréttinn að Kóngavegi og mun sjá um að koma myndinni að á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn.

Í Locarno tekur Kóngavegur þátt í keppni sem nefnist Filmmakers of the Present þar sem upprennandi leikstjórar taka þátt með fyrstu eða aðra mynd sína. Valdís verður sjálf viðstödd hátíðina ásamt tveimur leikurum myndarinnar, þeim Nínu Dögg Filippusdóttur og Gísla Erni Garðarssyni. Að lokinni sýningu Kóngavegs munu þau svara spurningum áhugasamra áhorfenda. Á meðal annarra leikara í myndinni eru Björn Hlynur Haraldsson og Þjóðverjinn Daniel Brühl sem sló í gegn í mynd Quentins Tarantino, Inglorious Basterds. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.