Innlent

Létust í bílslysi í Tyrklandi

Parið sem lést í gær í bílslsysi skammt frá bænum Mugla í Tyrklandi var ungt námsfólk sem bjó í Danmörku. Þau hétu Jóhann Árnason, fæddur árið 1985, og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, fædd árið 1976.

Rúmlega sex mánaða gamall sonur þeirra sem var með í för, lifði slysið af. Hann slasaðist ekkert í slysinu og hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Fulltrúar frá fjölskyldum þeirra eru á leið út til Tyrklands til þess að sækja drenginn, en hann er nú í höndum ræðismanns Íslands.

Parið hafði verið á ferðalagi í Tyrklandi en talið er að þau hafi misst stjórn á bifreið sem þau óku og lent framan á sendiferðabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Mikil rigning var á svæðinu þegar slysið varð um miðjan dag í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×